Veganuary

Mynd: Veganuary

Veganuary

Samtök grænkera á Íslandi kynna Veganúar 2019

Markmið veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Veganúar á Íslandi er í samstarfi við Veganuary.com

Skráðu þig í Veganúar 2019!

Komdu í Facebook hópinn okkar.

Nóg að gerast í Veganúar!

03. janúar - Kick-Off fundur, Bíó Paradís, 3. janúar kl 20:
10. janúar - Trúnó: Hvers vegna ég varð vegan
17. janúar - Cowspiracy, Bíó Paradís, kl 20:00
24. janúar - Vegan Film Festival, Bíó Paradís kl 20
29. janúar - Mataræði og mannréttindi:
- Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga
- Kvennaheimilið Hallveigarstöðum - kl 20
31. janúar - Pálínuboð: Lokahóf Veganúar 2019
- Kvennaheimilið Hallveigarstöðum kl 19

Cube of Truth: Fræðandi viðburður um meðferð dýra verður á hverjum Sunnudegi frá kl 16:00-19:00
Cube of Truth: Reykjavík: January 6th
Cube of Truth: Reykjavík: January 13th
Cube of Truth: Reykjavík: January 20th
Cube of Truth: Reykjavík: January 27th
Veganúar

Hvað er að vera vegan?

Veganismi er lífsháttur þar sem leitast er við að útiloka og forðast — eftir fremsta megni — hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu.

Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan Ég er vegan

Af hverju að taka þátt?

Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan.

Fyrir flesta er dýravernd aðal hvatinn. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast í áskorunina en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.

Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.

Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.

Lesa meira (á ensku)

„Engin þjáning á minn disk.“

Guðrún Sóley Gestsdóttir

„Að vera vegan er betra fyrir heilsuna, umhverfið og ekki síst dýrin. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt og í dag svo þetta er bara no brainer. Vertu með í byltingunni!“

Birkir Steinn Erlingsson

„Mér finnst það mjög gefandi að lifa lífinu sem vegan og mér fannst margt í tilveru minni breytast til hins betra þegar ég steig það skref. Það að vera vegan er ótrúlega einföld og á sama tíma róttæk leið til að taka þögula afstöðu í mörgum baráttumálum.“

Sæunn I. Marinósdóttir

„Ég segi alltaf fólki sem er svo ruglað í ríminu með veganisma að fyrir mér er veganismi grunnurinn/rótin að því lífsviðhorfi sem ég vil lifa eftir í mínu lífi, kærleikur, umburðalyndi og auðmýkt fyrir tilveru okkar á jörðinni og ég vil skilja eftir mig sem minnst þegar ég fer héðan og að jörðin finni að ég bar viðringu fyrir henni og því sem hún á.“

Hjördis Eyþórsdóttir

„Það er fallegt að vera vegan, stundum er eins og að dýrin skynji það.“

Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir

„Eftir smá tíma verður þetta ekkert mál. Þér mun líða eins og þú hafir alltaf verið vegan og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta er ekki alltaf svona framandi og ruglandi eins og það er fyrst. Bara ekki gefast upp og því lengur sem þú ert vegan því auðveldara verður það. Á erfiðum stundum skaltu hugsa um það af hverju þú ákvaðst að prófa vegan og mundu að þú hefur allt vegan samfélagið að styðja við bakið á þér..“

Gunnar Ljónshjarta Gíslason

„ég hef alltaf verið mikill dýravinur en síðan áttaði ég mig á því að ég væri ekki alveg svona góð vinkona og ég taldi mig vera því að með því að borða kjöt og mjólkurvörur væri ég að styðja við þjáningu þeirra.“

Agnes Marí Gunnarsdóttir

„Ég áttaði mig á því hvað var á disknum mínum, og þegar ég sa þjáninguna sem fylgdi mínum ákvörðunum, gat ég ekki verið partur af þvi lengur og varð vegan yfir nótt. Ekki bara hef ég uppskorið nýjar víddir í matseld og bragðlaukarnir þróast heldur hef ég líka uppskorið betri heilsu og aftursnúið þ.á.m. 2 sjúkdómum og minnkað einkenni annarra.“

Sædís Karen Stefánsdóttir Walker

„ Fyrir utan augljósu ástæður þess að gerast vegan valdi ég þessa leið í lífinu til að eiga betri möguleika á að geta iðkað mína íþrótt lengur og af meiri krafti. Það þarf enginn kjöt til að verða sterkur, mjólk er bólgumyndandi og endalaust eggjaát gerir engum gott. Eftir að ég valdi veganisma er ég fljótari að jafna mig eftir æfingar.“

Hulda B. Waage

„Ég gerðist vegan í sumar vegna þess að ég verð einfaldlega veik af því að borða dýraafurðir. Eftir að hafa farið í vegan ísland grúbbuna á facebook þá hafa augun mín opnast fyrir því hvernig farið er með dýr hér á landi og hét sjálfri mér því að vera alltaf vegan. Eftir hálft ár sem vegan líður mér mikið betur líkamlega sem og andlega.“

Áslaug Guðný Unnsteinsdóttir

„Eftir að hafa verið grænmetisæta í fjöldi ára, fannst mér kominn tími til að taka næsta skref og gerast Vegan. Ég hafði frestað því vegna þess að ég hélt að það væri erfitt, en svo var það bara ekkert mál... og mér líður mun betur bæði á líkama og sál..“

Sigvaldi Jónsson

„Vegna þess að kúamjólk er fyrir kálfa en ekki fólk.“

Arna Sigrún Haraldsdóttir

„Ég er vegan af því mér finnst rangt að hagnýta og myrða dýr að óþörfu.“

Sara Ingvarsdóttir

„Ég vil betri heim og betri heilsu fyrir okkur öll og elska að fá tækifæri til að stuðla að því oft á dag. Eina eftirsjáin er að hafa ekki gert þetta mun fyrr.“

Dóra Matthíasdóttir

„Ég er vegan af því að mig langar ekki að styðja slátrun og slæma umhirðu dýra. Ég myndi ekki vilja fæðast aðeins til þess að vera slátrað og étin svo afhverju ætti ég að láta önnur dýr fara í gegnum það? Einnig líður mér miklu betur líkamlega og andlega eftir að ég varð vegan sem er mikill plús!.“

Þórunn Hvönn Birgisdóttir

„Það eru ótal ástæður fyrir því að ég sé vegan. En það sem hefur staðið mest uppúr er hvað það kom á óvart er hversu auðvelt er að búa til bragðgóða, fallega og litríka máltíð. Þegar ég horfi til baka finnst mér ég hafa verið að borða sama matinn í 23 ár, þetta var breyting til góðs af öllu tagi. Auk þess að kjötiðnaður er sá allra mest mengandi iðnaður á jörðinni, mér líður betur að styrkja ekki þann iðnað svo einfalt er það.”

Arís Eva Vilhelmsdóttir

„Ég gerðist vegan því ég vildi ekki lengur samþykkja morð, nauðganir og þjáningar. Besta ákvörðun lífs míns og ein sú auðveldasta að fylgja eftir. Áður var ég spikfeitur, núna er ég í flottu formi. Maturinn sem ég borða núna dagsdaglega er margfalt betri en nokkur matur sem ég borðaði hér áður fyrr. Snýst bara um að finna réttu staðkvæmdavörurnar. Svo er þetta betra fyrir náttúruna heldur en að hætta að keyra. Ég skil ekki af hverju allir gera þetta ekki.“

Birkir Kristján Guðmundsson

„Veganismi er það besta sem hefur komið fyrir heilsuna mína, líkamlega og andlega. Jákvæður, friðsamur og heilbrigður lífsmáti sem leiðir svo ótal margt gott af sér og á svo marga vegu. Ekki síst fyrir dýrin.“

Ragnar Freyr

„Ég er vegan vegna þess að það er betra fyrir heilsuna mína, dýrin og jörðina okkar. Við getum lifað fullkomlega heilbrigðu lífi án þess að neyta dýraafurða og þegar ég komst að því ákvað ég strax að gerast vegan. Lífið mitt hefur breyst mjög mikið og bara til hins betra síðan og þetta er sú allra best ákvörðun sem ég hef tekið.“

Helga María Ragnarsdóttir

„Að vera vegan er friður, ást, og kærleikur, samhljómur, sátt, og góð samviska. Dýrin í fyrsta sætið og þá kemur allt gott í kjölfarið, dýrunum líður betur, heiminum líður betur, mér líður betur.“

Guðrún Erna Högnadóttir

„Áhrifameira en að hætta að reykja.. tvímælalaust. Það kom mér t.d. á óvart hvað ég fór að sjá betur og meira; heimurinn var allt í einu í lit.. “

Guðmundur Ragnar Guðmundsson

Dýr

Dýr eru ekki okkar eign og ættu ekki að vera notuð í mat, fatnað, rannsóknir eða sem afþreying.

Dýr eru skyni gæddar verur. Þau finna fyrir sársauka, geta upplifað sterkar tilfinningar og sækja í þægindi og hamingju, rétt eins og við.

Framleiðsludýr hafa bæði líkamlegar og andlegar þarfir sem ekki eru uppfylltar og besta leiðin til að binda enda á þjáningu þeirra er að borða eitthvað annað.

Lesa meira um dýrin

Fjöldi dýra sem slátrað var á Íslandi árið 2017.

Kindur
Naut
Hross
Svín
Alífuglar
Sjávardýr (tonn)

Umhverfi

Að gerast vegan er auðveldasta og áhrifaríkasta leiðin til að hafa jákvæð áhrif á náttúruna. Það er staðreynd að bara það eitt að snúa sér að vegan mataræði hefur meiri jákvæð áhrif á umhverfið en t.d. að hætta að keyra bílinn þinn. Það getur m.a. minnkað losun þína á gróðuhúsalofttegundum um allt að 50% og stuðlað að björgun villtra dýra í útrýmingarhættu.

Lestu meira um umhverfið

Mynd: Moyan Brenn

Heilsa

Niðurstöður úr könnunum sýna að heilsa er næst stærsta ástæðan fyrir því að fólk gerist vegan. Ekkert kólesteról er að finna í jurtaríkinu, veganismi getur stuðlað að bættu jafnvægi líkamsþyngdar, lækkað blóðþrýsting og dregið úr líkum á sykursýki og hjartasjúkdómum svo eitthvað sé nefnt.

Fleiri og fleiri eru ákveðið að víkja frá dýraafurðum til að berjast gegn hinum ýmsu heilsufarsvandamálum. Aðrir segja frá bættri heilsu í formi meiri orku og frískleika og halda því fram að þeim hafi aldrei liðið betur. Sögur af árangursríkum vegan íþróttastjörnum fjölgar og veganismi fær reglulega heilsutengda umfjöllun í fjölmiðlum.

Lestu meira um heilsuna

Næring

Það að fá öll helstu næringarefnin úr fæðunni er auðvelt þegar þú ert vegan. Þú þarft bara að vita hvar þau er að finna og samfélag vegan fólks á Íslandi er allt af vilja gert að vísa þér veginn. Fjölbreytt vegan fæða er lykilatriði. Góð þumalputtaregla er að borða á hverjum degi alla liti regnbogans og restin sér um sig sjálf.

Lestu meira um næringuna

Samtök grænkera á Íslandi

Fólkið á bakvið Veganúar! - Samtök grænkera á Íslandi voru stofnuð þann 4. maí 2013 í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðri ímynd og fjölgun grænmetisæta, standa vörð um hagmuni þeirra og vinna að því að fjölga valkostum nauðsynja- og neysluvara án dýraafurða.

Heimsækja

Facebook síða

Fylgstu með Facebook síðu Samtaka grænkera á Íslandi þar sem fréttum er miðlað og viðburðir auglýstir. Taktu virkan þátt í samfélaginu og skrifaðu hugleiðingar eða deildu áhugaverðu efni á tímalínu Samtakanna.

Fara á Facebook

Vegan Ísland

Vegan Ísland er umræðuhópur á Facebook þar sem vegan fólk kemur saman og deilir reynslu og skoðunum um vegan lífsháttinn. Nýgræðingar eru sérstaklega boðnir velkomnir enda má í hópnum finna mikinn og jákvæðan stuðning.

Skoða nánar

UPPlÝSINGAR OG AÐSTOÐ