Aqua faba pönnukökur

INNIHALD:

200gr Aqua faba (óþeyttur c.a. ein dós)
1 tsk salt
830 gr Plöntumjólk
380 gr Hveiti

LEIÐBEININGAR:

  1. Blandið vel saman með handrærara.
  2. Prufið að steikja eina, ef að degið rennur ekki auðveldlega til um pönnuna þarf að þynna með meiri mjólk, bætið c.a. matskeið í einu við.
  3. Ef þær verða of ,,crispy” lækkið hitann aðeins.
  4. Ég bæti svo olíu í degið eftir þörfum, til að koma í veg fyrir að þær festist við pönnuna.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/ponnukokur