Auðveldur Smjörbaunaréttur

Afar einfaldur Smjörbaunaréttur sem tekur aðeins 20-30 mín að útbúa, mjög góður með kínóa, hrísgrjónum eða pasta.

INNIHALD:

1 dós Smjörbaunir
1 stk Rauð paprika
4-6 stk Tómatar
3 stk Sellerí stönglar
2 stk Gullrætur
1 stk Rauðlaukur
2 stk hvítlauksgeirar
Salt
Hvítvíns edik
Matarolía

LEIÐBEININGAR:
Steiktu laukin upp úr olífuolíu ásamt því að setja pressaðann hvítlaukinn út í, Bættu svo við skornum gulrótunum (skolaðar, með hýði). Næst eru tómatarnir skornir í bita með öllu gumsiu innaní, sellerí stilkarnir og paprikan skorin í bita og bætt út í. Baunirnar fara næst með safanum. Svo 2 msk af ediki og 2msk af olífuolíu. Baunasafinn, edikið og olífuolían er galdurin við góðann baunarétt. Láttu þetta sjóða svoldið niður svo að sósan verði ponsu þykkari og voila serve!


Uppskrift upphaflega fengin frá:
http://veganlifid.is/uppskriftir/smjorbaunarettur/