Greinasafn eftir: Sigvaldi

Vegan Mexíkósk súpa

INNIHALD – SÚPAN

1 L Plöntumjólk (Ég nota bláa provamel soyamjólk, finnst hún gefa creamy áferð, en hvaða plöntumjólk sem er dugar fyrir þá sem ekki þola soya).
1 krukka Salsa sósa (250-300g)
1 dós Kókosmjólk
1/2 msk Túrmeric
1/2 msk Paprikuduft
35 gr Grænmetis kraftur (ég nota 1x Kallø grænmetis tening og 2x Kallø tómat tening, en hægt að skipta út fyrir svipað magn af öðrum grænmetiskraft)
70 gr Tómatpúrra
1 stk Laukur (100-150g)
3 – 5 geirar Saxaður hvítlaukur (c.a. 35g)
1 stk Chilli (15g c.a.)
3-5 stk Límónulauf (lime leaves).
1/2 tsk Kóríanderfræ
1 stk Rauð paprika (200g c.a.)
Matarolía til steikingar (má sleppa og nota smá vatn í staðin til að steikja uppúr).

INNIHALD – BÆTT VIÐ EFTIR AÐ SÚPAN ER TILBÚIN

1 dós Maísbaunir
1 dós Kjúklingabaunir
1 dós Pintobaunir eða svartbaunir
1 stk Sæt kartafla (600g c.a.)
Matarolía, salt, timjan & hvítlauksduft á kartöfluna.

Hitið ofninn í 170°C á blæstri
(til að ofnbaka kartöfluna í teningum)

LEIÐBEININGAR:

 • Byrja á því að rista kóríanderfræin á meðalhita í potti, myl svo í mortéli.
 • Grænmetið saxað fínt, laukur, chilli, kóríanderfræin og hvítlaukur svitað í pottinum með matarolíu eða vatni.
 • Paprikunni bætt út í og steikt aðeins lengur.
 • Grænmetiskraft, púrru, túrmerik, paprikudufti, plöntumjólk, kókosmjólk, salsasósunni og límónulaufum bætt í pottinn.
 • Látið malla eins lengi og er tími fyrir, því lengur því betra. Súpan verður þykk þannig en ef það er lítill tími má stytta sér leið með að hrista saman smá maizenamjöl og kalda soyamjólk til að þykkja súpuna með.Mér finnst gott að bæta ofan í súpuna ofnbakaða sæta kartöflu með smá olíu, timjan, hvítlauksdufti og salti ásamt baunum til að hún sé matarmeiri. Til eru frábærir vegan rjómaostar og sýrður rjómi sem hægt er að bera súpuna fram með ásamt tortilla flögum til að mylja yfir.


  Uppskrift upphaflega fengin héðan:
  http://veganlifid.is/uppskriftir/mexicosupa/

Vegan Kleinuhringir (Bakaðir)

INNIHALD: ÞURREFNIN

220 gr Hveiti
150 gr Sykur
2 tsk Lyftiduft
½ tsk Salt

INNIHALD: Vökvinn

2 dl Plöntumjólk
100 gr Kókosolía
6 msk AquaFaba
2 tsk Vanillu dropar
1 tsk Epla edik

Fyrir kleinuhringja form hitið ofninn í 180

LEIÐBEININGAR:

 1. Blandið þurrefnunum saman í skál.
 2. Bræðið kókosolíuna í skál yfir heitu vatni, bætið restinni af vökvanum saman við og hrærið vel.
 3. Hellið vökvunum saman við þurrefnin og hrærið þar til blandan er mjúk.
 4. Notið sprautu poka til að setja degið í Donut maker eða í kleinuhringja form.
 5. Bakið í ofni á 180C í 10-12 mínútur ef notuð eru lítil kleinuhringja form.


Uppskrift fengin frá: http://veganlifid.is/
Þegar þessi færsla er gerð var viðkomandi uppskrift ekki komin í birtingu þar.

Kanilsnúðar

INNIHALD – SNÚÐAR:

700 gr Hveiti
1 1/2 tsk Salt
80 gr Sykur
4 tsk Þurrger
4 dl Volgt vatn
1 dl Jurtaolía

INNIHALD – KANILSYKUR:

6 msk Sykur
1 msk Kanill

Hitið ofninn í 50°C

LEIÐBEININGAR:

 • Blandið þurrefnunum saman með hrærivél, bætið svo vatninu og olíunni saman við, varlega fyrst og aukið svo hraðan. Degið þarf að hnoða í vel. Látið hefast með rökum klút yfir í 20-30 mínútur.
 • Fletjið degið út nokkurn vegin kassalaga, stráið kanilsykrinum yfir og rúllið upp í lengju, ég set smá olíu á fyrst en alls ekki nauðsynlegt.
 • Ég loka kantinum með með vatni og sleppi auka olíunni. Skerið í bita og setjið á bökunarplötu og inn í ofn í 45 mínútur til að hefast meira. Hægt að úða vatni á snúðana 2-3x (mamma gerði það, ég er of löt), takið snúðana út eftir hefun.

Hitið ofninn í 220°C

 • Bakið í 10-15 mínútur, lengd fer eftir ofnum svo mikilvægt að fylgjast vel með fyrst og skrá tímann á sínum ofni.
 • Einfaldur kakó, flórsykurs og vatns glassúr er mjög fínn á þessa snúða, en gætið þess að setja ekki á fyrr en þeir eru alveg kaldir, annars lekur glassúrin út um allt. Ég hef líka einfaldlega brætt suðusúkkulaði yfir og leyft að harðna eða gert glassúr með vegan matarlitum.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/kanilsnudar/

Aqua faba pönnukökur

INNIHALD:

200gr Aqua faba (óþeyttur c.a. ein dós)
1 tsk salt
830 gr Plöntumjólk
380 gr Hveiti

LEIÐBEININGAR:

 1. Blandið vel saman með handrærara.
 2. Prufið að steikja eina, ef að degið rennur ekki auðveldlega til um pönnuna þarf að þynna með meiri mjólk, bætið c.a. matskeið í einu við.
 3. Ef þær verða of ,,crispy” lækkið hitann aðeins.
 4. Ég bæti svo olíu í degið eftir þörfum, til að koma í veg fyrir að þær festist við pönnuna.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/ponnukokur

Vegan Smalabaka

Það sem mér finnst dásamlegast við smalabökur er fjölbreytileikinn og hvað margar útgáfur eru til, mér datt því í hug að deila minni útgáfu.

Ég elska smalabökur úr Puy linsum því það helst svo gott bit í þeim þrátt fyrir mikla eldun, ég hef verið að tilraunast með soyahakk og allskonar baunir en enda alltaf aftur í þessari því mér finnst hún einfaldlega best. Hráefnið í þessari smalaböku er einnig mjög aðgengilegt t.d. hef ég eldað hana á Siglufirði allt til í hana kjörbúðinni þar.

INNIHALD:

3 dl Grænar Puy linsur (hægt að skipta út fyrir aðrar linsur)
2 L Vatn
1 stk Sellerí stöngull (c.a. 30g)
2 – 3 stk Gullrætur (c.a. 100g)
1 stk Laukur (c.a. 150g)
35 gr Grænmetis kraftur (ég nota 1x Kallø franskur lauk tening og 2x Kallø tómat tening, en hægt að skipta út fyrir svipað magn af öðrum grænmetiskraft)
70 gr Tómatpúrra
750 gr Soðnar Kartöflur
10 gr Saxaður hvítlaukur (c.a. 10g)
3 dl Plöntumjólk (Ég nota bláa provamel soyamjólk, finnst hún gefa creamy áferð, en hvaða plöntumjólk sem er dugar fyrir þá sem ekki þola soya)
70g Smjörlíki eða matarolíu (má sleppa og nota smá vatn í staðin til að steikja uppúr. Til eru flott vegan smjör t.d. Earth Balance Organic úr Gló og Nutana úr Krónunni)
Salt

Hitið ofninn í 170°C á blæstri.

LEIÐBEININGAR – BAUNAFYLLINGIN:

 • Vatnið og linsurnar settar í pott.
 • Grænmetiskraft og púrru bætt út í vatnið.
 • Grænmetið saxað fínt, helst svipað smátt og linsurnar, gætið þess þó að merja ekki laukinn og sellerí stilkinn.
 • Setjið grænmetið út í og sjóðið í c.a. 40 mínútur, gætið þess að hræra vel í í lokin svo það brenni ekki við þar sem blandan þykknar auðveldlega. Suðutími er misjafn, því best að miða við að það sé en bit í linsunum frekar en nákvæmann tíma.

LEIÐBEININGAR – KARTÖFLUMÚSIN:

 • Sjóðið kartöflurnar og afhýðið þegar tilbúnar.
 • Setjið smörlíkið og hvítlaukinn út í pott og steikið í stutta stund.
 • Bætið kartöflunum út í og stappið saman við smjörlíkið.
 • Bætið soyamjólkinni saman við og stappið þar til kartöflumúsin er orðin nokkuð jöfn.

LEIÐBEININGAR – SMALABAKAN:

 • Setjið fyllinguna í eldfast mót og bætið kartöflu mús ofan á, bakið við 170°C í 20 mínútur eða þar til kartöflumúsin er orðin fallega gyllt.

Mér finnst gott að bera fram með fersku salati og létt soðnu spergilkáli, en í raun hvað sem er gengur.


Uppskrift upphaflega fengin frá:
http://veganlifid.is/uppskriftir/smalabaka/

Auðveldur Smjörbaunaréttur

Afar einfaldur Smjörbaunaréttur sem tekur aðeins 20-30 mín að útbúa, mjög góður með kínóa, hrísgrjónum eða pasta.

INNIHALD:

1 dós Smjörbaunir
1 stk Rauð paprika
4-6 stk Tómatar
3 stk Sellerí stönglar
2 stk Gullrætur
1 stk Rauðlaukur
2 stk hvítlauksgeirar
Salt
Hvítvíns edik
Matarolía

LEIÐBEININGAR:
Steiktu laukin upp úr olífuolíu ásamt því að setja pressaðann hvítlaukinn út í, Bættu svo við skornum gulrótunum (skolaðar, með hýði). Næst eru tómatarnir skornir í bita með öllu gumsiu innaní, sellerí stilkarnir og paprikan skorin í bita og bætt út í. Baunirnar fara næst með safanum. Svo 2 msk af ediki og 2msk af olífuolíu. Baunasafinn, edikið og olífuolían er galdurin við góðann baunarétt. Láttu þetta sjóða svoldið niður svo að sósan verði ponsu þykkari og voila serve!


Uppskrift upphaflega fengin frá:
http://veganlifid.is/uppskriftir/smjorbaunarettur/

Tzay Soyjakjöt í Rauðvínssósu

INNIHALD MARÍNERING:

2 tsk Timjan
1/2 tsk Rosemarín
1 msk Hvítlauksduft
2 msk Soyasósa
2 msk Matarolía

INNIHALD:

500-560 gr Tzay Soyakjöt (bláu pokarnir)
180 ml Rauðvín
70 gr Tómatpúrra
350 gr Gulrætur
50 gr Sellerí stilkar
20 gr Grænmetis kraftur (ég nota 2x Kallø grænmetis tening en hægt að skipta út fyrir svipað magn af öðrum grænmetiskraft)
500 ml Oatly matreiðslurjómi, (Kemur líka vel út einfaldlega með vatni í stað rjómanns)
3-4 set (15 gr) Hvítlauks geirar
6 msk Næringarger
2 msk Maizenamjöl
350 gr Gulrætur
50 gr Sellerí stilkar
200 gr Skarlot laukur (rauðlaukur fínn, ef ekki finnst)

Kartöflur sem meðlæti

LEIÐBEININGAR:

 • Saxa soyakjötið frekar smátt og setja í skál, hrærið hvítlauksduftinu, timjan og rósemarín saman við soyakjötið.
 • Pískið saman matarolíuna og soyasósuna, hellið yfir soyakjötið, hrærið vel saman og látið marínerast 30 mín c.a. tilvalið að undirbúa áfram á meðan.
 • Skerið gulrætur og sellerí frekar smátt og steikið á pönnu, hægt er að sleppa olíu hér og nota vatn þar sem það er olía í soyakjöti almennt og í maríneringunni, en einnig hægt að steikja grænmetið upp úr olíu, fer eftir smekk.
 • Skerið púrlauk fínt og bætið á pönnuna þegar gulræturnar eru farnar að mýkjast, pressið hvítlaukinn einnig út á, steikið þar til laukur verður örlítið glær.
 • Bætið soyakjöti út á og steikið í 1-2 mín, bætið svo rauðvíni og látið það sjóða niður.
 • Takið frá c.a. 1 dl af hafrarjómanum og setjið rest út á pönnuna ásamt næringargeri, tómatpúrru og grænmetiskraft.
 • Þegar rétturinn er farinn að malla bætið maísmjöli við dl af hafrarjómanum, hristið saman og bætið varlega út í réttinn meðan hann mallar til að þykkja.

Mér finnst gott að bera fram með kartöflumús, eða einfaldlega pakka inn í phyllo deig, ofbaka og bjóða upp á brúnaðarkarftöflur með ásamt sveppasósu.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/soyakjot-i-raudvini/

Súpa

INNIHALD

400 gr Gulrætur
200 gr Kartöflur (má skipta út fyrir sætar)
1 stk Laukur
2 – 3 stk Sellerístönglar
Blaðlaukur
300 gr Rauð paprika
35 gr Grænmetiskraft (ég nota 1x Kallø franskur lauk tening og 2x Kallø grænmetis tening, en hægt að skipta út fyrir svipað magn af öðrum vegan grænmetiskraft)
4 dl Plöntumjólk, (ég nota ýmist bláa soyamjólk frá Provamel eða kókosmjólk úr dós).
Matarolía
Ferskt kóríander (bætt út í þegar borin fram, ekki fyrr)
Pipar/Salt
20 gr Saxaður hvítlaukur (c.a. 20gr)
20 gr Saxað engifer (c.a. 20gr)

LEIÐBEININGAR

 1. Skera papriku í sneiðar og baka í ofninum þannig að þær grillist.
 2.  Steikja laukinn, engiferið og hvítlaukinn upp úr matarolíu (má sleppa olíu og nota vatn til steikingar).
 3. Skera kartöflur og gulrætur í bita og setja pottinn með lauknum og sjóða ásamt grænmetiskraftinum. Það þarf ekki að vanda sig við skurðinn, þetta verður maukað síðar, sjóðið án loks svo megnið af vatninu nái að gufa upp.
 4. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er plöntumjólkinni bætt út í ásamt grilluðu paprikunni, allt saman er blandað í blandara eða matvinnsluvél, plöntumjólkin kælir aðeins svo tækið þolir það betur. Ég set súpuna svo oftast aftur á helluna maukaða og hita aðeins meira svo plöntumjólkin njóti sín betur.

PEKANHNETUR
Ég blanda pekan hneturnar saman við gott hlynsýróp (gætið þess að það sé ekki sykurblandað) ásamt smá kanil og salti eftir smekk. Rista svo á ofnplötu á fjölnota bökunarmottu þar til sýrópið bubblar smá, gætið þess að sýrópið brennur mjög auðveldlega því er mikilvægt að fylgjast vel með. Þær soðna líka auðveldlega ef raðað er of þétt á ofnplötuna eða of mikið sýróp er notað.Læt þær standa smá, saxa svo og dreyfi yfir súpuna beint á diskinn ásamt fínt skornu fersku kóríander.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/graenmetissupa/

Vegan Lasagna

Innihald – Lasagna

3 dl Grænar Puy linsur
1.5 L Vatn
1 stk Sellerí stöngull (c.a. 50g)
3 – 4 stk Gullrætur (c.a. 200g)
2 stk Rauðar paprikur
1 stk Laukur (c.a. 150g)
35 gr Grænmetis kraftur (ég nota 1x Kallø lauk tening og 2x Kallø tómat tening)
70 gr Tómatpúrra
1 dós Heilir tómatar eða saxaðir
15 gr Saxaður hvítlaukur
Salt, basill & Oregano
Lasagna plötur, gætið þess að velja án eggja.
Rifinn vegan ostur. (ég nota Follow Your Heart, cheddar & pepper jack)

Innihald – Cashew sósa

150 gr Cashew hnetur (f þú átt ekki öflugann blandara þá er gott að leggja þær í bleyti yfir nótt)
1/2 tsk Dijon sinnep
200 ml Eplasafi (hreinn)
2 tsk Saxaður hvítlaukur
1 msk Næringarger
2 tsk Paprikuduft
1 tsk Tahini
Pipar & salt eftir smekk

Hitið ofninn í 175°C á blæstri.

Leiðbeiningar – Cashew sósan

 1. Allt innihaldið skellt í blandarann, sigtið vatnið frá ef að þær voru í bleyti yfir nótt. Með öfluga blandarar eins og BlendTec eða VitaMix (1200W eða meira) þarf ekki að leggja hneturnar í bleyti yfir nótt. Ef sósan fær að standa í ísskáp þá verður hún þykkri og meira creamy svo í raun er ekkert verra að gera þennan hluta daginn áður, en ekki nauðsynlegt.

Leiðbeiningar – Lagsagna

 1. Vatnið, linsurnar og grænmetiskraftur sett í pott og soðið.
 2. Grænmetið og hvítlaukur saxað og sett á pönnu, þarf ekki að vera vel gert. Salt, basil og oregano bætt út á eftir smekk. Ég steiki oftast upp úr vatni en hægt að nota grænmetis olíu kjósi fólk það.
 3.  Þegar linsurnar eru soðnar sigta ég megnið af grænmetissoðinu yfir grænmetið á pönnunni.
 4. Grænmetið í soðinu sett í blandara ásamt dós af tómötum og tómatpúrrunni. Hægt að bæta við paprikudufti ef appelsínuguli liturinn truflar.
 5. Sósann hrærð saman við linsubaunirnar og sett í eldfast mót, lasagnablöð lögð á milli. Efsta lagið eru svo linsubaunir og cashew sósan yfir þær, smá vegan ostur yfir cashew sósuna.
 6. Bakað inní ofni þar til lasagnablöðin eru orðin bökuð, c.a. 30-40 mínútur við 175°C.

Mér finnst gott að bera fram með fersku salati og kartöflum, en í raun hvað sem er gengur.


Uppskrift fengin frá:
http://veganlifid.is/

Þegar þessi færsla er gerð var viðkomandi uppskrift ekki komin í birtingu þar.

Gado Gado

Gado Gado er fáránlega auðveldur indónesískur réttur en svo dásamlega góður, þú þarft ekki að elska hnetusmjör til að finnast Gado gado gott!

Til eru margvíslegar útgáfur af Gado-gado og alls ekki einhver ein rétt, þessi útgáfa finnst mér góð enda flest allt uppáhalds grænmetið mitt í henni!

INNIHALD:

1 stk Rauð paprika
1 stk Spergilkáls haus
1 – 2 stk Laukur
2 – 4 stk Kartöflur eftir stærð
2 – 4 stk Gulrætur eftir stærð
3 tsk Salt
Chilli eftir smekk
Hvítlaukur eftir smekk
Ponsu olía til steikingar
1 krukka af hreinu hnetusmjöri (varist að það sé auka fita í því eða sykur)
1/2 dós kókoshnetumjólk (c.a. 80-90mL)

Mér finnst gott að hafa hrisgrjón með þessum rétti þrátt fyrir að tæknilega séð þýðir staka orðið Gado ,,án hrísgrjóna“, en hey, það er samt gott saman! Svo endilega sjóðið þau með.

LEIÐBEININGAR:
Byrjið á að sjóða kartöflurnar í potti. Skerðu gulræturnar í bita ásamt stilknum af spergilkálinu og laukinn. Steiktu upp úr olíu, þegar gulræturnar eru orðnar semi mjúkar, bættu þá paprikunni á pönnuna. Bættu kókoshnetumjólkinni (með vatni úr dósinni) út í og hnetusmjörinu. Leyfðu að sjóða en passaðu að hræra vel í því hnetusmjörið brennur mjög auðveldlega, bættu við vatni eftir þörfum til að sósan sé smá fljótandi. Bætið skornum kartöflum og blómunum af spergilkálinu út í restina og berið fram.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/gado-gado/