Greinasafn eftir: Sigvaldi

Döðlunammi

INNIHALD:

250 gr Ferskar döðlur
130 gr Vegan smjör (ég nota Earh balane organic úr Gló eða Nutana úr Krónunni)
50 gr Púðursykur
Poppuð hrísgrjón (athugið að ekki allt Rice Crispies er vegan en hægt er að fá í Nettó án D-vítamíns sem er vegan)
250 gr Suðusúkkulaði
Smá klumpur af kakósmjöri (má sleppa).

LEIÐBEININGAR:

 • Ég sker döðlurnar frekar smátt (fjarlægi steina ef eru) og bræði saman í pott með vegan smjörinu, skelli svo púðursykrinum út þar til þetta er orðið klístrað og karmelukennt.
 • Blanda poppuðu hrísgrjónunum saman við og set í form, persónulega set ég bökunarpappír undir (fjölnota) og svo í ísskáp eða frysti.
 • Bræði súkkulaðið og kakósmjörið saman, gott að byrja á kakósmjörinu því það tekur lengri tíma en súkkulaðið. Kakósmjör kemur ekki í þægilegum einingum til að vigta því er talað um ,,klump“ en það gefur smá mjólkursúkkulaði tilfinningu. Hellið blöndunni yfir þegar botnin er orðinn kaldur og aftur inn í frysti eða ísskáp.
 • Takið út þegar súkkulaðiblandan er orðin hörð og skerið í kubba.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/dodlunammi/

Klassískur Karrýréttur

Klassískur Karrýréttur, okay ekki alveg einfaldasti en hann er bara svo góður! Það er vel hægt að einfalda hann og geri ég það reglulega t.d. með að sleppa sinnepsfræjum, engifer, sætunni og lime leaves, en persónulega finnst mér hann lang bestur svona.

Mér finnst líka ótrúlega gott að ofnbaka sætar kartöflur með smá olíu, hvítlauksdufti og salti, bæta svo út í réttinn þegar hann er tilbúinn.

INNIHALD

1 tsk Sinnepsfræ
15 gr Ferskt smátt skorið engifer
1 msk Hvítlauksduft
140 gr Laukur (1-2)
2 – 4 Hvítlauksgeirar (um 20g)
300 gr Spergilkál
70 gr Tómatpúrra
2 msk Karrý mauk
1 dós Kókosmjólk
1 dós Kjúklingabaunir
2 stk Kallo Grænmetiskraftur
1 msk Soyasósa
1 msk Hlynsýróp/sykur (má sleppa)
100g Cashew hnetur (má sleppa)
2 msk Matarolía (til steikingar ef vill, annars vatn, ef notar er vatn er gott að hafa glas við hendina og bæta msk út á í senn.)
2 – 8 stk Lime leaves
Salt

HUGMYNDIR AÐ MEÐLÆTI

 • Soðin hrísgrjón
 • Ristaðar kókos eða möndluflögur út á í lokin
 • Ofnbakaðar sætarkartöflur
 • Ferskur kóríander út á í lokin.

Hitið ofninn í 180°C á blæstri
(Til að ofnbaka kartöfluna í teningum, sleppir þessu ferli ef þú hefur ekki kartöflur með).
Skerið kartöflurnar í tenginga, hristið saman við olíu, hvítlauksduft og salt, bakið í ofni þar til mjúkar.
Setjið einnig hrísgrjónin af stað.

LEIÐBEININGAR:

 • Hitið olíuna á pönnunni (ekki hæðsta hita), þegar hún er orðin heit setjið sinnepsfræin og engiferið út á, steikið í örstuttastund, þá poppar í fræjunum, gætið þess að brenna ekki engiferið.
 • Bætið lauk & hvítlauk út á, steikið þar til laukurinn er orðinn glær, bæti svo kjúklingabaunum út í (munið að geyma kjúklingabauna soðið og frysta til nota í Aquafaba uppskiftir),Cashew hnetum, soyasósu, hlynsýrópi, tómatpúrru og karrý mauki út á pönnuna og veltið í smá stund, gætið þess að brenna ekki.
 •  Kókosmjólk saman við, grænmetiskraft og lime leaves ef þau eru til (hafið þau heil), fáið upp smá suðu og hrærið vel, bætið spergil káli út á og látið malla í max 2 mínútur eða þar til það er orðið fagur grænt.
 •  Saltið eftir smekk þegar komið er á diskinn, fyrir suma er soyasósan og grænmetisteningarnir nóg salt. Ef það á ekki að borða réttinn alveg strax er oft nóg að bæta spergilkálinu út á þegar búið er að slökkva undir.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/karry/

Vegan grjónagrautur (Sykurlaus en sætur)

Þessi grjónagrautur er alveg einstaklega bragðgóður fyrir allan aldur. Hann er án viðbætts sykurs en döðlurnar gera hann sætann og er því einnig óþarfi að nota sætu ofaná grautinn með kanilnum.

3 dl Stutt lífræn brún hýðishrísgrjón
6 dl Vatn
9 dl Möndlumjólk sem er án sætu
9 til 15 stk Ferskar döðlur (fer eftir stærð og hversu sætan graut maður vill)
¼ – ½ tsk Möluð lífræn vanilla
Kanill og kókosmjöl
 1. Hrísgrjónin eru sett í sigti og skoluð.
 2. Vatnið og hrísgrjónin fara saman í pott með loki og soðin þar til vatnið er farið (eða að mestu farið).
 3. 7 dl af möndlumjólk  bætt útí í pottinn og grauturinn eldaður á lágum hita þar til mjólkin er nánast farin.
 4. Þrífa fersku döðlurnar og fjarlægja steinana.
 5. 2 dl af möndlumjólk í blandara ásamt döðlunum og vanillunni og maukað saman og bætt við grautinn í pottinum.
 6. Elda grjónagrautinn á lágum hita og passa að hræra reglulega í svo að döðlukremið festist ekki við pottinn. Leyfa döðlukreminu að eldast alveg saman við grjónagrautinn.
 7. Blanda saman kanil og kókosmjöli og setja ofan á grautinn þegar hann er tilbúinn og kominn í skál. Einnig gott að setja bara hreinan kanil ofaná.
 8. Það er mjög einfalt að minnka eða auka magnið af grautnum sem maður vill búa til. Hlutföllin eru: 1 dl hrísgrjón á móti 2 dl af vatni og 3 dl af möndlumjólk, 3-5 ferskar döðlur fyrir hvern dl af hrísgrjónum. Ég set 5 stk ferskar döðlur af minni gerðinni, þær fást í flestum verslunum og er að finna í grænmetisdeildinni.

Mér finnst gott að láta grautinn standa á hellunni eftir að ég er búin að setja döðlukremið saman við. Þá leyfi ég grautnum fyrst að alveg hitna í gegn á lágum hita í soldinn tíma og síðan slekk ég á hellunni en leyfi pottinum að vera ennþá á hellunni og ég hræri við og við í pottinum, þannig kemst ég líka hjá því að döðlukremið festist við pottinn.

Hlutfallið af möndlumjólkinni saman við döðlurnar fer eingöngu eftir stærðinni á blandaranum eða því matvinnslutæki sem maður er að nota, bara að hafa nægann vökva til þess að ná að blanda vel saman í því tæki sem maður notar og magnið getur þess vegna verið meira eða minna miðað við það hlutfall sem er gefið upp í lýsingunni.

Ef maður á ekki matvinnslutæki þá er hægt að skola fersku döðlurnar og fjarlægja steinana og fyrir betri áferð fjarlægja einnig ysta lagið af döðlunni (þunnt hýði) og hræra vel saman við grjónagrautinn í pottinum.

Ég nota annað hvort heimagerða lífræna möndlumjólk eða kaupi tilbúna sem inniheldur vatn, lífrænar möndlur og sjávarsalt.

 


Uppskrift: Jónína Ásdís
Snapchat: joninaasdis

Kaffibollur

Gotterí með kaffinu!

1 Bolli Hafrar
1 Bolli Möndlur
¼ Bolli Döðlur (lagðar í bleyti í klst)
1 msk Kókosolía (fljótandi)
6 msk Kaffi 
Dass Salt
120 gr Súkkulaði

Aðferð:
Setjið hafra og möndlur í hrærivél og hærið þangað til úr verður fínt mjöl. Bætið við döðlum, kaffi, kókosolíu og salti. Blandið aftur of formið 12 litlar kúlur með höndunum og setjið í ískáp í 30 mínútur.

Bræðið súkkulaðið í potti og hyljið kúlurnar með súkkulaðinu. Kúlurnar fara svo aftur inn í ískap þar til súkkulaðið hefur harnað.

Uppskrift:
Sunna Rut Garðarsdóttir
www.instagram.com/justsomeveganstuff

 

TOFU fyrir tvo

Einfaldur tofuréttur fyrir tvo, sem tilvalið er að borða með grjónum .

1 stk TOFU (pressað) – (nánar um tofu)
2 msk Agave Sýróp (ljóst)
4 msk Soyja sósa
1 msk Sriracha sósa (eða meira eftir smekk)
4 msk Hnetusmjör 
1 msk Hvítvíns edik
1 – 2 msk Olía (t.d. Repjuolía)
1 bolli Vatn
50 gr. Salthnetur (saxaðar fínt)

Skera tofukubbinn niður í litla teninga og steikja á pönnu þar til allir kubbarnir eru fallegar gylltir/ljósbrúnir. Á meðan tofuið steikist er tilvalið að blanda sósuna.

Blanda saman öllum hráefnum að ofan nema salthnetunum. Þegar tofuið er tilbúið er sósunni hellt yfir og hitinn lækkaður og látið malla á lágum hita í um 15-20 mínútur eða þar til sósan er orðin mátulega þykk.

Borið fram með hrísgrjónum (Basmati t.d.), salati og salhnetukurlinu stráð yfir.

Uppskrift í boði: Ívar Arash Radmanesh

Grænmetissúpa með pasta

Indælis Grænmetissúpa með pasta!

½ stk Laukur
2 stk Gulrætur (miðlungs
2 stk Hvítlauksbátar
1 tsk Sellerý Stilkur
5 bollar Vatn 
2 msk Grænmetiskraftur
1 Dós Hakkaðir tómatar
1 Dós Hvítar Baunir
1 krukka /Dós Oregano, timian, basil, steinselja
1 Bolli Pasta (að eigin vali)
3 Bollar Grænkál eða spínat
Salt og Pipar eftir smekk

Mýkja laukinn upp í olíu í stórum potti. Gulrótum, sellery og

hvítlauk bætt við. Eldað í 5mín. Vatn + kraftur, tómatar og

kryddi bætt við. Náð suðu → pasta bætt við. Þegar pastað er orðið

mjúkt er grænkáli/spínati bætt við og mallað í 2-3 mín til viðbótar.

Uppskrift eftir Amanda Da Silva Cortes (snapchat: polepanda)

 

Quinoa- og svartbauna chilli

Pottþétt og einföld uppskriftir af Quinoa- og svartbauna chilli sem frábært er að borða með quacamole og tortilla flögum.

1 stk Rauðlaukur
2 stk Papríkur
3 stk Hvítlauksbátar
1 tsk Salt
1 tsk Oregano
1 tsk Chilli duft
1 tsk Kúmen
1 Dós Svartar Baunir
1 krukka /Dós Tómat passata  (ca 425g)
1 ⅓ bolli Vatn
¾ Bolli Ósoðið Quinoa

Laukur mýktur á meðal heitri pönnu með smá ólífuolíu. Bætt við papriku,

hvítlauk og kryddum. Eldað í 5 mín. Baunir og quinoa skoluð.

→ Bætt við ásamt vatni og tómat passata. Mallað með loki á pönnunni í ca

30 mín eða þar til quinoað er orðið soðið og mestur vökvi gufaður upp.

Gott að bera fram með quacamole og jafnvel tortilla flögum 🙂

Uppskrift eftir Amanda Da Silva Cortes (snapchat: polepanda)

 

Einfaldur og fljótlegur Svartbauna borgari

Þessi uppskrift er grunnurinn að góðum borgara, það er auðvelt að bæta og breyta uppskriftinni, gera hana að einhverju sem maður nær að þróa með tímanum. Upprunalega uppskriftin byggist á því að eiga lítið af hráefnum og litla aðstöðu til þess að vinna með hráefnið.

Borgaranir (4 til 6 borgarar):

1 dl Haframjöl
1 stk Laukur (smátt skorinn)
1 tsk Hvítlauksduft
1 msk Sinnep
2 msk Tómatsósa
1 msk Tómatpúrra
1 dós Svartar baunir
Krydd (salt, pipar, papríka, chili eða eitthvað sem er til og þú vilt prufa þig áfram með)
(hugsanlegar viðbætur):
1 msk BBQ Sósa 
1 tsk Sinnepsduft

Aðferð:

Ofn forhitaður í 200°c hita.
Baunir kramdar með gaffli eða þar til (að mestu) þær eru orðnar að mauki.
Hakka laukinn smátt

Blanda öllu saman.
Búa til borgara á smjörpappír og skella í ofn í ca. 7 mín á hvorri hlið.

Setja í brauð + vegan mæjónes, tómatsósa, sinnep og  grænmeti !


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat:

Nýrnabaunabollur með spaghetti

Þessa nýrnabauna uppskrift var fyrst að finna í bókinni Veganomicon eftir þær Isa Chandra Mozkowitz og Terry Hope Romero, en útgáfna hér að neðan er aðeins „íslenskuð“.

Gott er að forhita ofn: 180°

Bollurnar:

2 dósir Nýrnabaunir (rauðu baunirnar)
2 msk Tamari sósa
2 msk Tómatpúrra
2 msk Ólífuolía
3 stk Hvítlauksbátar 
¼ tsk Rifinn sítrónu börkur
½ bolli Rasp (hægt að nota glúteinlaust rasp)
¼ bolli Spelt (eða Wheat Guten)
¼ tsk Oregano
¼ tsk Timían

Gott er að byrja á því að mauka baunirnar (ég geri þetta með gaffal, en passa sig að mauka þær ekki um of). – Öllu blandað saman í skal og blandað vel með hrærivél eða hnoðara.

Gera bollurnar með höndunum í ca valhnetu stærð.

Sósan:

2 tsk Ólífuolía
3 stk Hvítlauksbátar 
¼ tsk Maukaðir tómatar (í dós eða krukku, tildæmi:  Naturata Tómatar)
½ tsk Pastasósa (tildæmis:  Biona Pastasósa)
1 msk Tómat Púrra 
1 ½ tsk Oregano
½ tsk Timían

Bollunum er komið fyrir á bökunarplötu (með smjörpappír) með jöfnumillibili og látnar bakast við 180° í umþaðbil 15 til 20 mín. (muna að hita ofnin áður)

Gott er að taka bollurnar úr ofninum og setja sósuna yfir bollurnar (matskeið yfir hverja bollur) og setja aftur í ofninn í ca. 15 mín.

Bera fram með spaghetti og vegan hvítlauskbrauði !

Hugsanlega viðbót: Vegan parmesan

Upprunalega að finna hér:


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat:

Vegan Linsunbauna Bolognese

Holl og bragðgóð útgáfa af Bolognese (með Linsubaunum)

1 Bolli Rauðar Linsur
2 1/3 Bolli Grænmetissoð (tildæmis frá Himnesk Hollusta)
1 stk Laukur (meðal stór)
3 – 4 stk Hvítlauksbátar
3 tsk Ferskur Engifer ca 1,5 cm biti skorinn
1 ½ tsk Kóríander fræ (Möluð)
1 tsk Turmeric
1 tsk Papríkuduft
½ tsk Hvítur pipar
1 stk Sæt Kartafla (Lítil eða 3 gulrætur)
100 gr Brúnar linsur 
1 dós Tómatar (eða 1 glerkrukka (ca. 500 g) maukaðir tómatar)
1 dós Kókosmjólk
2 msk Tómatmauk (Púrra)
1 stk Grænmetisteningur (án MSG og gerlaus)

Meðlæti: Speltspaghetti og salat.

Laukur, hvítlaukur, lárberjalauf, oregano, basilika, sjávarsalt og hvítur pipar steikt í olíunni við lágan hita í 5-10 mínútur. Á meðan er sæta kartaflan þvegin, afhýdd og skorin í bita. Henni skellt á pönnuna (eða í pottinn) og látin malla í um 1 mínútu.

Linsurnar vigtaðar, skolaðar í sigti og settar út í. Þá er tómötum, kókosmjólk, tómatmauki og teningi skellt út í. Allt látið sjóða í um 30 mínútur. Þegar 10 mínútur eru þar til sósan er tilbúin er spaghettí soðið eftir leiðbeiningum í vatni með smá olíu.


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat: