Greinasafn eftir: Sigvaldi

Vegan Linsubauna dahl

Hollur og bragðgóður linsubaunaréttir með indversku ívafi.

1 Bolli Rauðar Linsur
2 1/3 Bolli Grænmetissoð (tildæmis frá Himnesk Hollusta)
1 stk Laukur (meðal stór)
3 – 4 stk Hvítlauksbátar
3 tsk Ferskur Engifer ca 1,5 cm biti skorinn
1 ½ tsk Kóríander fræ (Möluð)
1 tsk Tumeric
1 tsk Papríkuduft
¼ tsk Cayenne Pipar
1 ¼ Bolli Tómatar (Ferskir / Skornir)
3 msk Tómapúrra
2 stk Kartöflur (stórar)

Engifer og hvítlaukur maukað saman og laukur skorinn smátt. Steikt í potti með um ¼ bolla af vatni. Bætið við vatni ef þess er þörf. Kryddum bætt við og steikt í um 2 mínútur. Vatni bætt við ef þörf er á til þess að kryddin og laukurinn festist ekki við pottinn.

Linsubaunum, grenmetissoði tómatpúrru og tómötum bætt út í ásamt niðurskornum kartöflum- Fínt er að skera kartöflur í smá teninga Leyfið suðunni að koma upp og lækkið svo hitann og látið malla þar til baunirnar og kartöflurnar eru tilbúnar. (Tekur ca. 15 mínútur) Þó er nauðsynlegt að hræra í inn á milli.

Mjög gott með ferskum kóríander, jasmín grjónum og pönnubrauði.


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat:

 

Vegan Kleinur

Einn af þeim hlutum sem hinn íslenski grænkeri á það til að sakna er bakkelsi eins og við þekkjum úr æsku, eða úr hverfisbakaríinu. Kleinur eru gott dæmi um hvað er nokkuð auðvelt að búa til í vegan útgáfu. Eftir langa leit á netinu af góðum kleinu uppskriftum sameinaði ég nokkrar þær sem mér leist hvað best á og „veganizaði“ þær sem eina heild.
Fyrir flesta ætti hálf uppskrift að vera miklu meira en nóg.

Heil Hálf
1 kg 500 gr. Fínt spelt, Hveiti eða blanda af báðu
350 gr 175 gr. Sykur (hrásykur)
100 gr 50 gr. Jurtasmjör (tildæmis Ljómi)
3 stk 1 ½ stk Eggreplacer (hægt að kaupa í flestum betri verslunum)
3 tsk 1 ½ tsk Lyftiduft (vínsteinslyftidyft)
1 tsk ½ tsk Hjartasalt
5 dl 2 ½ dl Jurtamjólk (Soyja eða Hafra)
½ tsk ¼ tsk Kardimommudropar
½ tsk ¼ tsk Sítrónudropar
½ tsk ¼ tsk Vanilludropar

Eggreplacer egg er undirbúið og hrært þar til það er þykkt.

Þurrefnum er blandað saman í skál og síðan er vökvanum blanað hægt og rólega út í, vegan egginu bætt við á saman tíma og allt hnoðið saman í hrærivél.

Deigið er skipt niður í meðfærilegar einingar og fletjið síðan hvern hluta út með kökukefli þar til það verður c.a. 5 mm þykkt.

Áður en Byrjað er að skera deigið niður með skáskurði eða í tígla er gott að hafa olíuna tilbúna, en ég notast oftast við sólblóma eða repjuolíu, báðar tilbúnar í flestum heilsudeildum sem sérstök steikingarolía.

Kleinurnar eru svo skornar niður með skáskurði eða í tígla og er gert í miðjuna á hverjum bút og síðan er hvert horn dregið í gegnum gatið.

Þegar olían er orðin heit er gott að setja nokkrar kleinur í einu, eða miða við að þær komist allar upp á yfirborðið í pottinum. Svo er bara að snúa þeim um leið og þær eru orðnar gullinbrúnar og kippa þeim upp úr um leið og þær eru orðnar svipaðar á litinn báðum megin.


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat:

Vegan Svartbaunaborgari (góður á grillið)

Þrátt fyrir að sumarið til tími grillsins (einnig hjá grænmetisætum!) er hægt að grilla allt árið, þó svo að það sé bara inni í eldhúsofni. Svartbauna borgara eru bæði einfaldir og bragðgóðir og henta sérstaklega vel á grillið, en auðvelt er að breyta uppskriftinni eftir því sem til er í eldhúsinu og eftir smekk manna.

Innihald:
1 bolli soðin brún gjón
1 bolli hakkaðar valhnetur
1/2 tsk olía
1/2 smátt skorinn laukur
2 bátar hvítlaukur
1 tsk sjávarsalti, pipar, kúmenduft, papríkukryddi og chilli
1 tsk hrásykur eða kókossykur
1 dós hakkaðar svartar baunir
1/2 bolli banko brauðrasp (einni hægt að nota glúteinlaust rasp)
3 til 4 msk vegan BBQ sósa
Siriachi sósa (til að gera þetta sterkt – má sleppa)

Leiðbeiningar:
Sjóðið grjónin og ristið fínt hakkaðar hneturnar í 5 til 7 mínútur – passið vel að hræra vel í hnetunum á meðan þær eru ristaðar, leggið svo til hliðar og kælið.
Steikið laukinn á pönnu með olíunni þar til hann linast og setið til hliðar.
Blandið hnetunum, kryddinu og sykrinum saman í matvinnsluvél.

Í stórri skál maukið svörtu baununum (án vökva) og skilið aðeins örfáar baunir eftir heilar. Við baunamaukiuð blandið grjónunum, hnetukrydd blöndunni, lauknum, panko brauðraspinu og BBQ sósunni saman. Ef blandan er of blaut, bætið við meira raspi og kryddið til viðbótar að vild.

Skiptið uppskriftinni í 6 bollur og mótið þær í borgara.

Grillið í 3 til 4 mínútur á hvorri hlið, létt hitið borgara brauðin á grillinu, setjið saman með sósum, fersku káli/spínati og grænmeti.

Kasjúostasósa:

1 dl kasjúhnetur
½ dl vatn
2 msk næringarger
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
1-2 msk limesafi
Salt

Láttu kasjúhneturnar liggja í bleyti í 2-3 tíma ef þú hefur tök á. Helltu svo vatninu af og maukaðu allt saman í blandara eða matvinnsluvél. Bættu við vatni ef þörf er á, þetta á að vera eins og mjög þykk sósa.

Þess má geta að ef fólk vill sleppa við að elda borgara frá grunni, þá bjóða flestar matvöruverslanir upp á vegan borgara, frá framleiðendum eins og Linda MacCartney, Halsans Kök, Anamma, Nutana ofl. – Það er miklu meira úrval í verslunum landsins en manni dettur nokkurtíman í hug 🙂


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat:

Heilkorna Morgungrautur

Heilkorna Morgungrautur frá Móður Jörð er gerður úr byggflögum úr lífrænni ræktun. Bygg hefur lágan sykurstuðul og inniheldur flókin kolvetni sem jafna blóðsykur og því er Morgungrauturinn úrvalsbyrjun á deginum því hann gefur jafna orku. Trefjaefnin í byggi eru bæði óleysanleg sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Morgungraut Móður Jarðar má sjóða á 3-4 mínútum í vatni en hann inniheldur byggflögur, graskersfræ, sólblómafræ, trönuber, kanil og salt. Fæst t.d. í Fjarðarkaup, Frú Laugu, Gló Fákafeni, Hagkaup, Lifandi Markaði, Melabúðinni, Nettó og Víði.

Hrökkvi sesam

Hrökkvi sesam – Hrökkvi er íslenskt, stökkt hrökkkex úr lífrænt ræktuðu heilkorni (bygg og heilhveiti). Hrökkva má nota í heilum sneiðum en einnig er auðvelt að brjóta hann í smærri sneiðar eða bita eftir smekk. Fæst t.d. í Fjarðarkaup, Frú Laugu, Gló Fákafeni, Hagkaup, Lifandi Markaði, Melabúðinni, Nettó og Víði.

Rauðfórubuff

Rauðfórubuff – Tilbúnu grænmetisbuffin frá Móður Jörð (Rauðrófu-, Bygg og Baunabuff) eru í senn holl og fljótlegt að matreiða.

Uppistaða hráefnisins er lífrænt ræktað á Íslandi svo sem Bankabygg, kartöflur, rófur, hnúðkál og rauðrófur en öll innihaldsefni eru vottuð lífræn. Buffin er best að setja frosin á pönnuna og hita í u.þ.b. 5 mín á hvorri hlið á nánast þurri pönnu þar til þau eru gullin og heit í gegn.. Notið sem uppistöðu í grænmetisrétti eða sem meðlæti. Fæst t.d. í Fjarðarkaup, Frú Laugu, Gló Fákafeni, Hagkaup, Lifandi Markaði, Melabúðinni, Nettó og Víði.

Byggflögur frá Móður Jörð

Byggflögur frá Móður Jörð í Vallanesi er úrvals íslenskt heilkorn úr lífrænni ræktun. Bygg hefur lágan sykurstuðul og inniheldur flókin kolvetni sem jafna blóðsykur. Trefjaefnin í byggi eru bæði óleysanleg sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Byggflögur notast líkt og hafaflögur, þær má sjóða í vatni (graut) í örfáar mínútur. Fæst í flestum matvöru- og heilsuvöruverslunum.

Bankabygg frá Móður Jörð

Bankabygg frá Móður Jörð í Vallanesi er úrvals íslenskt heilkorn og lífrænt ræktað. Bygg hefur lágan sykurstuðul og inniheldur flókin kolvetni sem jafna blóðsykur. Trefjaefnin í byggi eru bæði óleysanleg sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Bankabygg fæst í flestum matvöru- og heilsuvöruverslunum og hentar sem undirstöðu hráefni í grænmetisrétti eða sem meðlæti.

Baunabuff

Tilbúin grænmetisbuff sem ætlað er til hitunar.  Takið beint út úr frystinum og hitið í nokkrar mínútur á nokkrum mínútum á pönnu eða grilli á hvorri hlið.  Hentar sem aðalréttur eða sem meðlæti.

Súrkál frá Móður Jörð

Súrkál frá Móður Jörð 

Náttúruleg “probíotika” og mikilvæg fæða fyrir þarmaflóruna.

Við notum hefðbundnar aðferðir við framleiðslu á fersku súrkáli en í vinnsluferlinu framkallast mjólkursýrugerlar (lactobacillus) sem gefa óviðjafnanlega hollustu s.s. fyrir meltinguna.  Súrkálið inniheldur lífrænt ræktað hvítkál frá Vallanesi og sjávarsalt. Borðist eins og það kemur fyrir, gott sem meðlæti með flestum mat, út í salöt eða ofan á brauð.  Fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ,  Frú Laugu, í Jurtaapótekinu, í Gló Fákafeni, Heilsuhúsinu, Lifandi markaði, Melabúðinni og Fjarðarkaup.  Einnig í Kjöt- og fiskbúð Austurlands á Egilsstöðum.