Greinasafn eftir: Vala Árnadóttir

Chilli sin carne (chillipottréttur )

Chilli Fyrir 4

(eða mexíkósúpa, sjá neðst)

 

1 stk Sæt kartafla
3 – 4 stk Gulrætur
1 stk Papríka (gul)
1 stk Papríka (rauð)
1 stk Rauðlaukur 
3 – 4 stk Hvitlauksrif
1 – stk Chilli (smátt skorið – Rauð eða græn eða ein af hvoru)
2 dósir Nýrnabaunir (td. Biona með eða án Chili)
2 dósir Hakkaðir tómatar í dós (eða 500 gr ferskir tómatar)
3 msk Tómat púrra
2 bollar Hrísgrjón (soðið í 4 bollum af vatni)
Steikingarolía (tildæmis ólífuolía eða kókosolía)
Krydd: Cayenne, paprika, chilli, pipar (eftir smekk)

 

Skerið sætkartöfluna í litla teninga, blandið kryddi og olíu saman við dreifið  á bökunarpappír í ofnskúffu, hitið á 180°(blástur) í ca. 30 mín eða þartil heitt í gegn

Skerið og steikið grænmetið upp úr ólífuolíu/kókosolíu, fyrst hvítlauk, chilli og lauk og svo papriku, gulrætur þartil heitt í gegn og þá bætið þið út í sætkartöflunum, baununum, tómötunum og tómatpúrrunni

Til að toppa:

Ferskt kóríander

kreist Lime

Oatly sýrður rjómi

Borið fram með nachos og hrísgrjónum

Þessa sömu uppskrift má breyta í mexíkósúpu með því að helminga uppskriftina og bæta 500ml af grænmetissoði og 500 ml af kókosmjólk út í og að lokum mauka með töfrasprota.

Bon apetit!

Uppskrift frá Völu Árna

 

 

 

 

 

Hnetusmjörs- og chilli núðlur með tófú

Núðlur fyrir 4

1 pakki Tófú
1 pakki Hrísgrjónanúðlur (það má einnig nota bókhveitinúðlur eða aðrar vegan núðlur)
1 Bolli Kasjúhnetur
½ Pakki Sveppir
2 – 3 stk Hvitlauksrif
1 stk Chilli smátt skorið (smátt)
1 stk Brokkolí haus (lítill)
1 stk Gul Papríka
½ stk Rauðlaukur (Sultaður rauðlaukur virkar líka)
3 – 4 stk Gulrætur
svo má einnig bæta við káli, rauðkáli eða gúrkum eftir smekk og því sem er til í ísskápnum

Pressa tófúið í minnst 30 mín helst lengur, ég á ekki tófúpressu og vef því inn í viskastykki og set þunga bók og mortél ofan á, það virkar vel

Þegar ég er búin að pressa tófúið sker ég það í munnbitastærð og marínera það í sriracha sósu, soya og chillikryddi

Marínering:

2 – 3 msk Sriracha sósa
2-3 msk Soyasósa (eða tamari sósa)
dass Chilliflögur

Á meðan þetta liggur í leginum sker ég grænmetið og steiki það í olíu á pönnu, fyrst hvítlauk og chilli, rauðlauk, svo sveppi, gulrætur, brokkolí og rest, þegar það hefur náð hæfilegum hita tek ég það af og steiki tófúið á vægum hita í olíu á meðan ég blanda sósunni í krukku og sýð núðlurnar.

Hnetusmjörs- chillisósa

 

1 ½ dl Hnetusmjör (ca. hálf krukka)
3 – 4 msk Sriracha sósa
2 – 4 msk Soyasósa (eða tamari sósa)
 ½ stk  Sítróna (Kreist – eða Lime)
 Vatn – til að þynna

 

Ég vil mikla sósu og helli þessu öllu í krukku og hristi vel saman, hnetusmjör á það til að vera frekar kekkjótt svo það er gott ráð að setja volgt vatn til að þynna sósuna og minnka kekkina, það má einnig nota blender til að gera sósuna og það má bæta við hráefnum eftir smekk.

þegar tófúið er tilbúið bæti ég kasjúhnetum við á pönnuna í smá stund og svo blanda ég öllu steiktu grænmetinu saman við og hita upp.

Svo ber ég þetta fram með núðlum og leyfi fólki að hella sósunni yfir eftir smekk, ég vil hafa þetta allt löðrandi í sósu og bæti oft sriracha á aðrir vilja meira chilli og soya.

Bon apetit!

Þessi uppskrift er frá Völu Árna en ínspíreruð af uppáhalds rétti hennar á Kaffi Vínyl sem heitir Tama Thai núðlur.

Hrísgrjónaréttur með Tzay soyakjöti

Hrísgrjón með grænmeti, Tzay og ristuðum graskersfræjum

Ég nota alltaf hrísgrjón venjuleg og blanda við þau villtum. Það virkar alltaf mjög vel. En auðvitað er hægt að nota hirsi, kúskús eða annars konar grjón. Og svo er hægt að nota möndlur eða heilar kasjúhnetur í stað Tzay, eða með því.

Fyrir 2

½ poki Tzay (smelltu hér til að fá nánari upplýsingar)
80 – 100 gr Hrísgrjón
1 stk Laukur (miðlungs stærð – Skorinn)
80 gr Kúrbítur 
80 gr Sveppir 
1 st Gulrót
100 gr. Spergilkál
100 gr. Blómkál
2 msk Graskersfræ (valkostur)
½ tsk Timían
100 gr. Tamari sósa
100 gr. Steikingarolía (tildæmis Repjuolía eða Sólblómaolía)

Aðferð:

Ristið graskersfræ í pönnu og setið smá tamarí með.

Afþýða Tzay.

Sjóðið hrísgrjón í 30 mínútur, notið tvísvar sinnum meira vatn en grjón.

Sjóðið blómkál í 7 mínútur, en bætið spergilkáli við eftir 2 mínútur. Hellið vatninu frá.

Hitið olíu á pönnu með smá salti og timian. Steikið lauk og gulrót. Eftir nokkrar mínútar, bætið kúrbít við og Tzay, og síðast sveppi. Steikið uns grænmetið er mjúkt.

Þessu blandar maður öllu saman og stráir td. graskersfræjum yfir, og tamarí sósu eftir smekk.

Uppskrift:
Lowana Veal