Bankabygg frá Móður Jörð

Bankabygg frá Móður Jörð í Vallanesi er úrvals íslenskt heilkorn og lífrænt ræktað. Bygg hefur lágan sykurstuðul og inniheldur flókin kolvetni sem jafna blóðsykur. Trefjaefnin í byggi eru bæði óleysanleg sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Bankabygg fæst í flestum matvöru- og heilsuvöruverslunum og hentar sem undirstöðu hráefni í grænmetisrétti eða sem meðlæti.