Bollaréttir

Bollaréttir

Fæst í verslunum Nettó, Samkaupa úrvals, Samkaupa strax og Krambúðinni Skólavörðustíg.

Ljúffeng máltíð í bolla. Flettu lokinu af, helltu heitu vatni upp að merktu línunni, hrærðu vel í, lokaðu aftur og bíddu í nokkrar mínútur. Þegar vatnið er horfið er rétturinn tilbúinn.

Innihald í kúskús- og linsurétti (appelsínugulur): Þurrkað kúskús (65%)(úr hveit), þurrkaðar linsur (10%), trefjar (chicory), gerkraftur, gulrótaduft, malað krydd (2%) (broddkúmen, kóríander, kanill, chili), tómatduft, hvítlauksduft, þurrkuð rauð paprika, þurrkaðir tómatar, furuhnetur, þurrkuð epli, grænmetisolía, þurrkaður kóríander.

Innihald í bulgur- og kínóarétti með tómötum og myntu (blár): Þurrkað bulgurhveiti (55%), þurrkaðar kínóaflögur (15%), tómatduft, trefjar (chicory), sólblómafræ, þurrkað grænmeti (tómatar, laukur, kúrbítur), gerkraftur, paprikuduft, laukduft, grænmetisolía, þurrkaðar jurtir (basil, steinselja, mynta), þurrkaðar svartar ólífur, hvítlauksduft, þurrkaður sítrónubörkur, malaður svartur pipar.

Innihald í bulgur- og kínóarétti með aspas (gulur):Þurrkað bulgur hveiti (55%), þurrkaðar kínóaflögur (15%), grænmetisduft (8%) (gulrætur, baunir, blaðlaukur, laukur, nípur), þurrkað grænmeti (6%) (gulrætur, maís, aspas, rauð paprika, blaðlaukur), þurrkaðar jurtir (steinselja, rósmarín, graslaukur, mynta), pálmaolía, malaður svartur pipar, baunaprótein.

Vörurnar frá The Food Doctor eru sérstaklega samsettar til að stuðla að jafnvægi á blóðsykri og veita heilnæma, seðjandi næringu.