Greinasafn fyrir flokkinn: Matvara

Heilkorna Morgungrautur

Heilkorna Morgungrautur frá Móður Jörð er gerður úr byggflögum úr lífrænni ræktun. Bygg hefur lágan sykurstuðul og inniheldur flókin kolvetni sem jafna blóðsykur og því er Morgungrauturinn úrvalsbyrjun á deginum því hann gefur jafna orku. Trefjaefnin í byggi eru bæði óleysanleg sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Morgungraut Móður Jarðar má sjóða á 3-4 mínútum í vatni en hann inniheldur byggflögur, graskersfræ, sólblómafræ, trönuber, kanil og salt. Fæst t.d. í Fjarðarkaup, Frú Laugu, Gló Fákafeni, Hagkaup, Lifandi Markaði, Melabúðinni, Nettó og Víði.

Hrökkvi sesam

Hrökkvi sesam – Hrökkvi er íslenskt, stökkt hrökkkex úr lífrænt ræktuðu heilkorni (bygg og heilhveiti). Hrökkva má nota í heilum sneiðum en einnig er auðvelt að brjóta hann í smærri sneiðar eða bita eftir smekk. Fæst t.d. í Fjarðarkaup, Frú Laugu, Gló Fákafeni, Hagkaup, Lifandi Markaði, Melabúðinni, Nettó og Víði.

Rauðfórubuff

Rauðfórubuff – Tilbúnu grænmetisbuffin frá Móður Jörð (Rauðrófu-, Bygg og Baunabuff) eru í senn holl og fljótlegt að matreiða.

Uppistaða hráefnisins er lífrænt ræktað á Íslandi svo sem Bankabygg, kartöflur, rófur, hnúðkál og rauðrófur en öll innihaldsefni eru vottuð lífræn. Buffin er best að setja frosin á pönnuna og hita í u.þ.b. 5 mín á hvorri hlið á nánast þurri pönnu þar til þau eru gullin og heit í gegn.. Notið sem uppistöðu í grænmetisrétti eða sem meðlæti. Fæst t.d. í Fjarðarkaup, Frú Laugu, Gló Fákafeni, Hagkaup, Lifandi Markaði, Melabúðinni, Nettó og Víði.

Byggflögur frá Móður Jörð

Byggflögur frá Móður Jörð í Vallanesi er úrvals íslenskt heilkorn úr lífrænni ræktun. Bygg hefur lágan sykurstuðul og inniheldur flókin kolvetni sem jafna blóðsykur. Trefjaefnin í byggi eru bæði óleysanleg sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Byggflögur notast líkt og hafaflögur, þær má sjóða í vatni (graut) í örfáar mínútur. Fæst í flestum matvöru- og heilsuvöruverslunum.

Bankabygg frá Móður Jörð

Bankabygg frá Móður Jörð í Vallanesi er úrvals íslenskt heilkorn og lífrænt ræktað. Bygg hefur lágan sykurstuðul og inniheldur flókin kolvetni sem jafna blóðsykur. Trefjaefnin í byggi eru bæði óleysanleg sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Bankabygg fæst í flestum matvöru- og heilsuvöruverslunum og hentar sem undirstöðu hráefni í grænmetisrétti eða sem meðlæti.

Baunabuff

Tilbúin grænmetisbuff sem ætlað er til hitunar.  Takið beint út úr frystinum og hitið í nokkrar mínútur á nokkrum mínútum á pönnu eða grilli á hvorri hlið.  Hentar sem aðalréttur eða sem meðlæti.

Súrkál frá Móður Jörð

Súrkál frá Móður Jörð 

Náttúruleg “probíotika” og mikilvæg fæða fyrir þarmaflóruna.

Við notum hefðbundnar aðferðir við framleiðslu á fersku súrkáli en í vinnsluferlinu framkallast mjólkursýrugerlar (lactobacillus) sem gefa óviðjafnanlega hollustu s.s. fyrir meltinguna.  Súrkálið inniheldur lífrænt ræktað hvítkál frá Vallanesi og sjávarsalt. Borðist eins og það kemur fyrir, gott sem meðlæti með flestum mat, út í salöt eða ofan á brauð.  Fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ,  Frú Laugu, í Jurtaapótekinu, í Gló Fákafeni, Heilsuhúsinu, Lifandi markaði, Melabúðinni og Fjarðarkaup.  Einnig í Kjöt- og fiskbúð Austurlands á Egilsstöðum.

Sýrt rófusalat frá Móður Jörð

Sýrt rófusalat frá Móður Jörð

Náttúruleg “probíotika” og mikilvæg fæða fyrir þarmaflóruna en þetta sýrða rófusalat er litskrúðugt og auðugt af fjörugum kryddum..   Við notum hefðbundnar aðferðir við framleiðslu á þessu súrkáli en í vinnsluferlinu framkallast mjólkursýrugerlar (lactobacillus) sem gefa óviðjafnanlega hollustu s.s. fyrir meltinguna.  Borðist eins og það kemur fyrir, gott sem meðlæti með flestum mat, út í salöt eða ofan á brauð.  Fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ,  Frú Laugu, í Jurtaapótekinu, í Gló Fákafeni, Heilsuhúsinu, Lifandi markaði, Melabúðinni og Fjarðarkaup.  Einnig í Kjöt- og fiskbúð Austurlands á Egilsstöðum.   Innihald: Gulrófur, rauðlaukur, sjávarsalt, sesamfræ, engifer,  hvítlaukur
safi úr sítrónu, krydd.

Rauðrófugló

Rauðrófugló

Bragðmikil grænmetisblanda, meðlætisréttur sem lífgar uppá nær hvaða máltíð sem er.  Innihald: Rauðrófur, laukur, epli, hrásykur, eplaedik, vatn, engifer, hvítlaukur,  sjávarsalt, krydd.  100% lífrænt ræktað.  Fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ,  Frú Laugu, í Gló Fákafeni, Melabúðinni og Fjarðarkaup, Víði og Hagkaup.  .