Greinasafn fyrir flokkinn: Uppskriftir

Döðlunammi

INNIHALD:

250 gr Ferskar döðlur
130 gr Vegan smjör (ég nota Earh balane organic úr Gló eða Nutana úr Krónunni)
50 gr Púðursykur
Poppuð hrísgrjón (athugið að ekki allt Rice Crispies er vegan en hægt er að fá í Nettó án D-vítamíns sem er vegan)
250 gr Suðusúkkulaði
Smá klumpur af kakósmjöri (má sleppa).

LEIÐBEININGAR:

 • Ég sker döðlurnar frekar smátt (fjarlægi steina ef eru) og bræði saman í pott með vegan smjörinu, skelli svo púðursykrinum út þar til þetta er orðið klístrað og karmelukennt.
 • Blanda poppuðu hrísgrjónunum saman við og set í form, persónulega set ég bökunarpappír undir (fjölnota) og svo í ísskáp eða frysti.
 • Bræði súkkulaðið og kakósmjörið saman, gott að byrja á kakósmjörinu því það tekur lengri tíma en súkkulaðið. Kakósmjör kemur ekki í þægilegum einingum til að vigta því er talað um ,,klump“ en það gefur smá mjólkursúkkulaði tilfinningu. Hellið blöndunni yfir þegar botnin er orðinn kaldur og aftur inn í frysti eða ísskáp.
 • Takið út þegar súkkulaðiblandan er orðin hörð og skerið í kubba.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/dodlunammi/

Klassískur Karrýréttur

Klassískur Karrýréttur, okay ekki alveg einfaldasti en hann er bara svo góður! Það er vel hægt að einfalda hann og geri ég það reglulega t.d. með að sleppa sinnepsfræjum, engifer, sætunni og lime leaves, en persónulega finnst mér hann lang bestur svona.

Mér finnst líka ótrúlega gott að ofnbaka sætar kartöflur með smá olíu, hvítlauksdufti og salti, bæta svo út í réttinn þegar hann er tilbúinn.

INNIHALD

1 tsk Sinnepsfræ
15 gr Ferskt smátt skorið engifer
1 msk Hvítlauksduft
140 gr Laukur (1-2)
2 – 4 Hvítlauksgeirar (um 20g)
300 gr Spergilkál
70 gr Tómatpúrra
2 msk Karrý mauk
1 dós Kókosmjólk
1 dós Kjúklingabaunir
2 stk Kallo Grænmetiskraftur
1 msk Soyasósa
1 msk Hlynsýróp/sykur (má sleppa)
100g Cashew hnetur (má sleppa)
2 msk Matarolía (til steikingar ef vill, annars vatn, ef notar er vatn er gott að hafa glas við hendina og bæta msk út á í senn.)
2 – 8 stk Lime leaves
Salt

HUGMYNDIR AÐ MEÐLÆTI

 • Soðin hrísgrjón
 • Ristaðar kókos eða möndluflögur út á í lokin
 • Ofnbakaðar sætarkartöflur
 • Ferskur kóríander út á í lokin.

Hitið ofninn í 180°C á blæstri
(Til að ofnbaka kartöfluna í teningum, sleppir þessu ferli ef þú hefur ekki kartöflur með).
Skerið kartöflurnar í tenginga, hristið saman við olíu, hvítlauksduft og salt, bakið í ofni þar til mjúkar.
Setjið einnig hrísgrjónin af stað.

LEIÐBEININGAR:

 • Hitið olíuna á pönnunni (ekki hæðsta hita), þegar hún er orðin heit setjið sinnepsfræin og engiferið út á, steikið í örstuttastund, þá poppar í fræjunum, gætið þess að brenna ekki engiferið.
 • Bætið lauk & hvítlauk út á, steikið þar til laukurinn er orðinn glær, bæti svo kjúklingabaunum út í (munið að geyma kjúklingabauna soðið og frysta til nota í Aquafaba uppskiftir),Cashew hnetum, soyasósu, hlynsýrópi, tómatpúrru og karrý mauki út á pönnuna og veltið í smá stund, gætið þess að brenna ekki.
 •  Kókosmjólk saman við, grænmetiskraft og lime leaves ef þau eru til (hafið þau heil), fáið upp smá suðu og hrærið vel, bætið spergil káli út á og látið malla í max 2 mínútur eða þar til það er orðið fagur grænt.
 •  Saltið eftir smekk þegar komið er á diskinn, fyrir suma er soyasósan og grænmetisteningarnir nóg salt. Ef það á ekki að borða réttinn alveg strax er oft nóg að bæta spergilkálinu út á þegar búið er að slökkva undir.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/karry/

Vegan grjónagrautur (Sykurlaus en sætur)

Þessi grjónagrautur er alveg einstaklega bragðgóður fyrir allan aldur. Hann er án viðbætts sykurs en döðlurnar gera hann sætann og er því einnig óþarfi að nota sætu ofaná grautinn með kanilnum.

3 dl Stutt lífræn brún hýðishrísgrjón
6 dl Vatn
9 dl Möndlumjólk sem er án sætu
9 til 15 stk Ferskar döðlur (fer eftir stærð og hversu sætan graut maður vill)
¼ – ½ tsk Möluð lífræn vanilla
Kanill og kókosmjöl
 1. Hrísgrjónin eru sett í sigti og skoluð.
 2. Vatnið og hrísgrjónin fara saman í pott með loki og soðin þar til vatnið er farið (eða að mestu farið).
 3. 7 dl af möndlumjólk  bætt útí í pottinn og grauturinn eldaður á lágum hita þar til mjólkin er nánast farin.
 4. Þrífa fersku döðlurnar og fjarlægja steinana.
 5. 2 dl af möndlumjólk í blandara ásamt döðlunum og vanillunni og maukað saman og bætt við grautinn í pottinum.
 6. Elda grjónagrautinn á lágum hita og passa að hræra reglulega í svo að döðlukremið festist ekki við pottinn. Leyfa döðlukreminu að eldast alveg saman við grjónagrautinn.
 7. Blanda saman kanil og kókosmjöli og setja ofan á grautinn þegar hann er tilbúinn og kominn í skál. Einnig gott að setja bara hreinan kanil ofaná.
 8. Það er mjög einfalt að minnka eða auka magnið af grautnum sem maður vill búa til. Hlutföllin eru: 1 dl hrísgrjón á móti 2 dl af vatni og 3 dl af möndlumjólk, 3-5 ferskar döðlur fyrir hvern dl af hrísgrjónum. Ég set 5 stk ferskar döðlur af minni gerðinni, þær fást í flestum verslunum og er að finna í grænmetisdeildinni.

Mér finnst gott að láta grautinn standa á hellunni eftir að ég er búin að setja döðlukremið saman við. Þá leyfi ég grautnum fyrst að alveg hitna í gegn á lágum hita í soldinn tíma og síðan slekk ég á hellunni en leyfi pottinum að vera ennþá á hellunni og ég hræri við og við í pottinum, þannig kemst ég líka hjá því að döðlukremið festist við pottinn.

Hlutfallið af möndlumjólkinni saman við döðlurnar fer eingöngu eftir stærðinni á blandaranum eða því matvinnslutæki sem maður er að nota, bara að hafa nægann vökva til þess að ná að blanda vel saman í því tæki sem maður notar og magnið getur þess vegna verið meira eða minna miðað við það hlutfall sem er gefið upp í lýsingunni.

Ef maður á ekki matvinnslutæki þá er hægt að skola fersku döðlurnar og fjarlægja steinana og fyrir betri áferð fjarlægja einnig ysta lagið af döðlunni (þunnt hýði) og hræra vel saman við grjónagrautinn í pottinum.

Ég nota annað hvort heimagerða lífræna möndlumjólk eða kaupi tilbúna sem inniheldur vatn, lífrænar möndlur og sjávarsalt.

 


Uppskrift: Jónína Ásdís
Snapchat: joninaasdis

Chilli sin carne (chillipottréttur )

Chilli Fyrir 4

(eða mexíkósúpa, sjá neðst)

 

1 stk Sæt kartafla
3 – 4 stk Gulrætur
1 stk Papríka (gul)
1 stk Papríka (rauð)
1 stk Rauðlaukur 
3 – 4 stk Hvitlauksrif
1 – stk Chilli (smátt skorið – Rauð eða græn eða ein af hvoru)
2 dósir Nýrnabaunir (td. Biona með eða án Chili)
2 dósir Hakkaðir tómatar í dós (eða 500 gr ferskir tómatar)
3 msk Tómat púrra
2 bollar Hrísgrjón (soðið í 4 bollum af vatni)
Steikingarolía (tildæmis ólífuolía eða kókosolía)
Krydd: Cayenne, paprika, chilli, pipar (eftir smekk)

 

Skerið sætkartöfluna í litla teninga, blandið kryddi og olíu saman við dreifið  á bökunarpappír í ofnskúffu, hitið á 180°(blástur) í ca. 30 mín eða þartil heitt í gegn

Skerið og steikið grænmetið upp úr ólífuolíu/kókosolíu, fyrst hvítlauk, chilli og lauk og svo papriku, gulrætur þartil heitt í gegn og þá bætið þið út í sætkartöflunum, baununum, tómötunum og tómatpúrrunni

Til að toppa:

Ferskt kóríander

kreist Lime

Oatly sýrður rjómi

Borið fram með nachos og hrísgrjónum

Þessa sömu uppskrift má breyta í mexíkósúpu með því að helminga uppskriftina og bæta 500ml af grænmetissoði og 500 ml af kókosmjólk út í og að lokum mauka með töfrasprota.

Bon apetit!

Uppskrift frá Völu Árna

 

 

 

 

 

Hnetusmjörs- og chilli núðlur með tófú

Núðlur fyrir 4

1 pakki Tófú
1 pakki Hrísgrjónanúðlur (það má einnig nota bókhveitinúðlur eða aðrar vegan núðlur)
1 Bolli Kasjúhnetur
½ Pakki Sveppir
2 – 3 stk Hvitlauksrif
1 stk Chilli smátt skorið (smátt)
1 stk Brokkolí haus (lítill)
1 stk Gul Papríka
½ stk Rauðlaukur (Sultaður rauðlaukur virkar líka)
3 – 4 stk Gulrætur
svo má einnig bæta við káli, rauðkáli eða gúrkum eftir smekk og því sem er til í ísskápnum

Pressa tófúið í minnst 30 mín helst lengur, ég á ekki tófúpressu og vef því inn í viskastykki og set þunga bók og mortél ofan á, það virkar vel

Þegar ég er búin að pressa tófúið sker ég það í munnbitastærð og marínera það í sriracha sósu, soya og chillikryddi

Marínering:

2 – 3 msk Sriracha sósa
2-3 msk Soyasósa (eða tamari sósa)
dass Chilliflögur

Á meðan þetta liggur í leginum sker ég grænmetið og steiki það í olíu á pönnu, fyrst hvítlauk og chilli, rauðlauk, svo sveppi, gulrætur, brokkolí og rest, þegar það hefur náð hæfilegum hita tek ég það af og steiki tófúið á vægum hita í olíu á meðan ég blanda sósunni í krukku og sýð núðlurnar.

Hnetusmjörs- chillisósa

 

1 ½ dl Hnetusmjör (ca. hálf krukka)
3 – 4 msk Sriracha sósa
2 – 4 msk Soyasósa (eða tamari sósa)
 ½ stk  Sítróna (Kreist – eða Lime)
 Vatn – til að þynna

 

Ég vil mikla sósu og helli þessu öllu í krukku og hristi vel saman, hnetusmjör á það til að vera frekar kekkjótt svo það er gott ráð að setja volgt vatn til að þynna sósuna og minnka kekkina, það má einnig nota blender til að gera sósuna og það má bæta við hráefnum eftir smekk.

þegar tófúið er tilbúið bæti ég kasjúhnetum við á pönnuna í smá stund og svo blanda ég öllu steiktu grænmetinu saman við og hita upp.

Svo ber ég þetta fram með núðlum og leyfi fólki að hella sósunni yfir eftir smekk, ég vil hafa þetta allt löðrandi í sósu og bæti oft sriracha á aðrir vilja meira chilli og soya.

Bon apetit!

Þessi uppskrift er frá Völu Árna en ínspíreruð af uppáhalds rétti hennar á Kaffi Vínyl sem heitir Tama Thai núðlur.

Hrísgrjónaréttur með Tzay soyakjöti

Hrísgrjón með grænmeti, Tzay og ristuðum graskersfræjum

Ég nota alltaf hrísgrjón venjuleg og blanda við þau villtum. Það virkar alltaf mjög vel. En auðvitað er hægt að nota hirsi, kúskús eða annars konar grjón. Og svo er hægt að nota möndlur eða heilar kasjúhnetur í stað Tzay, eða með því.

Fyrir 2

½ poki Tzay (smelltu hér til að fá nánari upplýsingar)
80 – 100 gr Hrísgrjón
1 stk Laukur (miðlungs stærð – Skorinn)
80 gr Kúrbítur 
80 gr Sveppir 
1 st Gulrót
100 gr. Spergilkál
100 gr. Blómkál
2 msk Graskersfræ (valkostur)
½ tsk Timían
100 gr. Tamari sósa
100 gr. Steikingarolía (tildæmis Repjuolía eða Sólblómaolía)

Aðferð:

Ristið graskersfræ í pönnu og setið smá tamarí með.

Afþýða Tzay.

Sjóðið hrísgrjón í 30 mínútur, notið tvísvar sinnum meira vatn en grjón.

Sjóðið blómkál í 7 mínútur, en bætið spergilkáli við eftir 2 mínútur. Hellið vatninu frá.

Hitið olíu á pönnu með smá salti og timian. Steikið lauk og gulrót. Eftir nokkrar mínútar, bætið kúrbít við og Tzay, og síðast sveppi. Steikið uns grænmetið er mjúkt.

Þessu blandar maður öllu saman og stráir td. graskersfræjum yfir, og tamarí sósu eftir smekk.

Uppskrift:
Lowana Veal

Kaffibollur

Gotterí með kaffinu!

1 Bolli Hafrar
1 Bolli Möndlur
¼ Bolli Döðlur (lagðar í bleyti í klst)
1 msk Kókosolía (fljótandi)
6 msk Kaffi 
Dass Salt
120 gr Súkkulaði

Aðferð:
Setjið hafra og möndlur í hrærivél og hærið þangað til úr verður fínt mjöl. Bætið við döðlum, kaffi, kókosolíu og salti. Blandið aftur of formið 12 litlar kúlur með höndunum og setjið í ískáp í 30 mínútur.

Bræðið súkkulaðið í potti og hyljið kúlurnar með súkkulaðinu. Kúlurnar fara svo aftur inn í ískap þar til súkkulaðið hefur harnað.

Uppskrift:
Sunna Rut Garðarsdóttir
www.instagram.com/justsomeveganstuff

 

Karrý linsubaunabuff

Karrý linsubaunabuff

175 g rauðar linsubaunir

2 bollar grænmetisseyði, t.d. Kallö

1 hvítlsauksríf, kreist

Steikingarolía, t.d. sólblómaolía

1 lítlll laukur

1 stór gulrót, rífin

1 msk karrýduft

2 msk mango chutney

50 g kasjúhnetur, mulinn

3 msk brauðmylsnur (1/2 brauðsneið) td. Lífskorn frá Myllunni 

Sjóðið linsubaunirnar í seyðinu þangað til þær eru mjúkar, u.þ.b. 20 mínútur. Gott er að miða við tvísvar sinnum meira vatn en baunir.

Á pönnu, steikið lauk, og svo bætið við gulrót og hvítlauk, steikið í nokkrar mínútur og bætið karrýdufti út í

Blandið grænmeti við tilbúnar linsubaunirnar

Bætið við kasjúhnetum, mango chutney og brauðmylsnu og blandið vel saman.

Látið vera u.þ.b. 30 mínútar áður en þið mótið kúlur eða buff til steikingar.

Hitið olíu í pönnu og steikið í nokkrar mínútar sitthvoru megin.

Meðlæti

Skerið steinseljurót (nípur) og sæta kartöflu í grófa strimla og steikið í olíu með smá pípar og salt þangað til það mýkjist.

Skerið spergikál í bita og sjóðið í 5 mínútur. Hellið vatnið af og setjið smá olíu t.d. kókosolíu frá Sólgæti á pönnu, bætið við nokkrum möndlum og  kreistið smá sitrónusafa yfir.

Uppskrift: Lowana Veal

TOFU fyrir tvo

Einfaldur tofuréttur fyrir tvo, sem tilvalið er að borða með grjónum .

1 stk TOFU (pressað) – (nánar um tofu)
2 msk Agave Sýróp (ljóst)
4 msk Soyja sósa
1 msk Sriracha sósa (eða meira eftir smekk)
4 msk Hnetusmjör 
1 msk Hvítvíns edik
1 – 2 msk Olía (t.d. Repjuolía)
1 bolli Vatn
50 gr. Salthnetur (saxaðar fínt)

Skera tofukubbinn niður í litla teninga og steikja á pönnu þar til allir kubbarnir eru fallegar gylltir/ljósbrúnir. Á meðan tofuið steikist er tilvalið að blanda sósuna.

Blanda saman öllum hráefnum að ofan nema salthnetunum. Þegar tofuið er tilbúið er sósunni hellt yfir og hitinn lækkaður og látið malla á lágum hita í um 15-20 mínútur eða þar til sósan er orðin mátulega þykk.

Borið fram með hrísgrjónum (Basmati t.d.), salati og salhnetukurlinu stráð yfir.

Uppskrift í boði: Ívar Arash Radmanesh

Grænmetissúpa með pasta

Indælis Grænmetissúpa með pasta!

½ stk Laukur
2 stk Gulrætur (miðlungs
2 stk Hvítlauksbátar
1 tsk Sellerý Stilkur
5 bollar Vatn 
2 msk Grænmetiskraftur
1 Dós Hakkaðir tómatar
1 Dós Hvítar Baunir
1 krukka /Dós Oregano, timian, basil, steinselja
1 Bolli Pasta (að eigin vali)
3 Bollar Grænkál eða spínat
Salt og Pipar eftir smekk

Mýkja laukinn upp í olíu í stórum potti. Gulrótum, sellery og

hvítlauk bætt við. Eldað í 5mín. Vatn + kraftur, tómatar og

kryddi bætt við. Náð suðu → pasta bætt við. Þegar pastað er orðið

mjúkt er grænkáli/spínati bætt við og mallað í 2-3 mín til viðbótar.

Uppskrift eftir Amanda Da Silva Cortes (snapchat: polepanda)