Chia fræ

Chia fræ

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífræn, raw chia fræ.

Chia fræ eru talin hafa verið ein af uppistöðum mataræðis Aztekanna en hafa á síðustu árum orðið sífellt vinsælla hráefni meðal heilsumeðvitaðra Vesturlandabúa. Fræin innihalda ríkulegt magn af omega-3 og omega-6 fitusýrum í heilnæmu hlutfalli. Auk þess eru þau uppfull af vítamínum, steinefnum og amínósýrum. Chia fræ má nota eins og þau koma fyrir eða leggja þau í vökva í um 10 mínútur þannig að þau myndir næringarríkt hlaup. Úr því má til dæmis gera grauta eða búðinga, bæta út í drykki eða taka beint inn.