Chilli Fyrir 4
(eða mexíkósúpa, sjá neðst)
1 stk | Sæt kartafla |
3 – 4 stk | Gulrætur |
1 stk | Papríka (gul) |
1 stk | Papríka (rauð) |
1 stk | Rauðlaukur |
3 – 4 stk | Hvitlauksrif |
1 – stk | Chilli (smátt skorið – Rauð eða græn eða ein af hvoru) |
2 dósir | Nýrnabaunir (td. Biona með eða án Chili) |
2 dósir | Hakkaðir tómatar í dós (eða 500 gr ferskir tómatar) |
3 msk | Tómat púrra |
2 bollar | Hrísgrjón (soðið í 4 bollum af vatni) |
Steikingarolía (tildæmis ólífuolía eða kókosolía) | |
Krydd: Cayenne, paprika, chilli, pipar (eftir smekk) |
Skerið sætkartöfluna í litla teninga, blandið kryddi og olíu saman við dreifið á bökunarpappír í ofnskúffu, hitið á 180°(blástur) í ca. 30 mín eða þartil heitt í gegn
Skerið og steikið grænmetið upp úr ólífuolíu/kókosolíu, fyrst hvítlauk, chilli og lauk og svo papriku, gulrætur þartil heitt í gegn og þá bætið þið út í sætkartöflunum, baununum, tómötunum og tómatpúrrunni
Til að toppa:
Ferskt kóríander
kreist Lime
Oatly sýrður rjómi
Borið fram með nachos og hrísgrjónum
Þessa sömu uppskrift má breyta í mexíkósúpu með því að helminga uppskriftina og bæta 500ml af grænmetissoði og 500 ml af kókosmjólk út í og að lokum mauka með töfrasprota.
Bon apetit!
Uppskrift frá Völu Árna