Döðlunammi

INNIHALD:

250 gr Ferskar döðlur
130 gr Vegan smjör (ég nota Earh balane organic úr Gló eða Nutana úr Krónunni)
50 gr Púðursykur
Poppuð hrísgrjón (athugið að ekki allt Rice Crispies er vegan en hægt er að fá í Nettó án D-vítamíns sem er vegan)
250 gr Suðusúkkulaði
Smá klumpur af kakósmjöri (má sleppa).

LEIÐBEININGAR:

  • Ég sker döðlurnar frekar smátt (fjarlægi steina ef eru) og bræði saman í pott með vegan smjörinu, skelli svo púðursykrinum út þar til þetta er orðið klístrað og karmelukennt.
  • Blanda poppuðu hrísgrjónunum saman við og set í form, persónulega set ég bökunarpappír undir (fjölnota) og svo í ísskáp eða frysti.
  • Bræði súkkulaðið og kakósmjörið saman, gott að byrja á kakósmjörinu því það tekur lengri tíma en súkkulaðið. Kakósmjör kemur ekki í þægilegum einingum til að vigta því er talað um ,,klump“ en það gefur smá mjólkursúkkulaði tilfinningu. Hellið blöndunni yfir þegar botnin er orðinn kaldur og aftur inn í frysti eða ísskáp.
  • Takið út þegar súkkulaðiblandan er orðin hörð og skerið í kubba.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/dodlunammi/