Einfaldur og fljótlegur Svartbauna borgari

Þessi uppskrift er grunnurinn að góðum borgara, það er auðvelt að bæta og breyta uppskriftinni, gera hana að einhverju sem maður nær að þróa með tímanum. Upprunalega uppskriftin byggist á því að eiga lítið af hráefnum og litla aðstöðu til þess að vinna með hráefnið.

Borgaranir (4 til 6 borgarar):

1 dl Haframjöl
1 stk Laukur (smátt skorinn)
1 tsk Hvítlauksduft
1 msk Sinnep
2 msk Tómatsósa
1 msk Tómatpúrra
1 dós Svartar baunir
Krydd (salt, pipar, papríka, chili eða eitthvað sem er til og þú vilt prufa þig áfram með)
(hugsanlegar viðbætur):
1 msk BBQ Sósa 
1 tsk Sinnepsduft

Aðferð:

Ofn forhitaður í 200°c hita.
Baunir kramdar með gaffli eða þar til (að mestu) þær eru orðnar að mauki.
Hakka laukinn smátt

Blanda öllu saman.
Búa til borgara á smjörpappír og skella í ofn í ca. 7 mín á hvorri hlið.

Setja í brauð + vegan mæjónes, tómatsósa, sinnep og  grænmeti !


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat: