Heilkorna Morgungrautur

Heilkorna Morgungrautur frá Móður Jörð er gerður úr byggflögum úr lífrænni ræktun. Bygg hefur lágan sykurstuðul og inniheldur flókin kolvetni sem jafna blóðsykur og því er Morgungrauturinn úrvalsbyrjun á deginum því hann gefur jafna orku. Trefjaefnin í byggi eru bæði óleysanleg sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Morgungraut Móður Jarðar má sjóða á 3-4 mínútum í vatni en hann inniheldur byggflögur, graskersfræ, sólblómafræ, trönuber, kanil og salt. Fæst t.d. í Fjarðarkaup, Frú Laugu, Gló Fákafeni, Hagkaup, Lifandi Markaði, Melabúðinni, Nettó og Víði.