Hveitigrasduft

Hveitigrasduft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt hveitigrasduft.

Hveitigrasduft er þurrkað og malað með aðferðum sem tryggja sem hæst næringargildi í hverjum poka. Hveitigras inniheldur mikla blaðgrænu, enga fitu eða kólestról og mjög fáar hitaeiningar. Það
inniheldur fjöldann allan af steinefnum og vítamínum sem mannslíkaminn þarfnast og er því
öflugur orkugjafi. Það inniheldur hágæða prótein og fjöldann allan af vítamínum, þ.á.m. hið dýrmæta K-vítamín. Margir hafa dásamað áhrif þess að neyta nýpressaðs hveitigrassafa á hverjum degi, en ef þú hefur ekki tök á því er hægðarleikur að bæta teskeið af hveitigrasdufti í vatn eða aðra drykki og innbyrða þannig þessa náttúrulegu næringarbombu.