Kaffibollur

Gotterí með kaffinu!

1 Bolli Hafrar
1 Bolli Möndlur
¼ Bolli Döðlur (lagðar í bleyti í klst)
1 msk Kókosolía (fljótandi)
6 msk Kaffi 
Dass Salt
120 gr Súkkulaði

Aðferð:
Setjið hafra og möndlur í hrærivél og hærið þangað til úr verður fínt mjöl. Bætið við döðlum, kaffi, kókosolíu og salti. Blandið aftur of formið 12 litlar kúlur með höndunum og setjið í ískáp í 30 mínútur.

Bræðið súkkulaðið í potti og hyljið kúlurnar með súkkulaðinu. Kúlurnar fara svo aftur inn í ískap þar til súkkulaðið hefur harnað.

Uppskrift:
Sunna Rut Garðarsdóttir
www.instagram.com/justsomeveganstuff