Kanilsnúðar

INNIHALD – SNÚÐAR:

700 gr Hveiti
1 1/2 tsk Salt
80 gr Sykur
4 tsk Þurrger
4 dl Volgt vatn
1 dl Jurtaolía

INNIHALD – KANILSYKUR:

6 msk Sykur
1 msk Kanill

Hitið ofninn í 50°C

LEIÐBEININGAR:

  • Blandið þurrefnunum saman með hrærivél, bætið svo vatninu og olíunni saman við, varlega fyrst og aukið svo hraðan. Degið þarf að hnoða í vel. Látið hefast með rökum klút yfir í 20-30 mínútur.
  • Fletjið degið út nokkurn vegin kassalaga, stráið kanilsykrinum yfir og rúllið upp í lengju, ég set smá olíu á fyrst en alls ekki nauðsynlegt.
  • Ég loka kantinum með með vatni og sleppi auka olíunni. Skerið í bita og setjið á bökunarplötu og inn í ofn í 45 mínútur til að hefast meira. Hægt að úða vatni á snúðana 2-3x (mamma gerði það, ég er of löt), takið snúðana út eftir hefun.

Hitið ofninn í 220°C

  • Bakið í 10-15 mínútur, lengd fer eftir ofnum svo mikilvægt að fylgjast vel með fyrst og skrá tímann á sínum ofni.
  • Einfaldur kakó, flórsykurs og vatns glassúr er mjög fínn á þessa snúða, en gætið þess að setja ekki á fyrr en þeir eru alveg kaldir, annars lekur glassúrin út um allt. Ég hef líka einfaldlega brætt suðusúkkulaði yfir og leyft að harðna eða gert glassúr með vegan matarlitum.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/kanilsnudar/