Klassískur Karrýréttur

Klassískur Karrýréttur, okay ekki alveg einfaldasti en hann er bara svo góður! Það er vel hægt að einfalda hann og geri ég það reglulega t.d. með að sleppa sinnepsfræjum, engifer, sætunni og lime leaves, en persónulega finnst mér hann lang bestur svona.

Mér finnst líka ótrúlega gott að ofnbaka sætar kartöflur með smá olíu, hvítlauksdufti og salti, bæta svo út í réttinn þegar hann er tilbúinn.

INNIHALD

1 tsk Sinnepsfræ
15 gr Ferskt smátt skorið engifer
1 msk Hvítlauksduft
140 gr Laukur (1-2)
2 – 4 Hvítlauksgeirar (um 20g)
300 gr Spergilkál
70 gr Tómatpúrra
2 msk Karrý mauk
1 dós Kókosmjólk
1 dós Kjúklingabaunir
2 stk Kallo Grænmetiskraftur
1 msk Soyasósa
1 msk Hlynsýróp/sykur (má sleppa)
100g Cashew hnetur (má sleppa)
2 msk Matarolía (til steikingar ef vill, annars vatn, ef notar er vatn er gott að hafa glas við hendina og bæta msk út á í senn.)
2 – 8 stk Lime leaves
Salt

HUGMYNDIR AÐ MEÐLÆTI

  • Soðin hrísgrjón
  • Ristaðar kókos eða möndluflögur út á í lokin
  • Ofnbakaðar sætarkartöflur
  • Ferskur kóríander út á í lokin.

Hitið ofninn í 180°C á blæstri
(Til að ofnbaka kartöfluna í teningum, sleppir þessu ferli ef þú hefur ekki kartöflur með).
Skerið kartöflurnar í tenginga, hristið saman við olíu, hvítlauksduft og salt, bakið í ofni þar til mjúkar.
Setjið einnig hrísgrjónin af stað.

LEIÐBEININGAR:

  • Hitið olíuna á pönnunni (ekki hæðsta hita), þegar hún er orðin heit setjið sinnepsfræin og engiferið út á, steikið í örstuttastund, þá poppar í fræjunum, gætið þess að brenna ekki engiferið.
  • Bætið lauk & hvítlauk út á, steikið þar til laukurinn er orðinn glær, bæti svo kjúklingabaunum út í (munið að geyma kjúklingabauna soðið og frysta til nota í Aquafaba uppskiftir),Cashew hnetum, soyasósu, hlynsýrópi, tómatpúrru og karrý mauki út á pönnuna og veltið í smá stund, gætið þess að brenna ekki.
  •  Kókosmjólk saman við, grænmetiskraft og lime leaves ef þau eru til (hafið þau heil), fáið upp smá suðu og hrærið vel, bætið spergil káli út á og látið malla í max 2 mínútur eða þar til það er orðið fagur grænt.
  •  Saltið eftir smekk þegar komið er á diskinn, fyrir suma er soyasósan og grænmetisteningarnir nóg salt. Ef það á ekki að borða réttinn alveg strax er oft nóg að bæta spergilkálinu út á þegar búið er að slökkva undir.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/karry/