Klórelluduft

Klórelluduft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt klórelluduft.

Klórella er blágrænn einfrumuþörungur sem þekktur er fyrir næringarþéttni sína. Í þessum þörungi má finna mikið af þeirri næringu sem mannslíkaminn þarfnast auk þess sem klórellan inniheldur allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar. Duftið inniheldur 59 grömm af próteini í hverjum 100 grömmum ásamt því að færa líkamanum joð, D-vítamín og B12-vítamín sem annars er vandfundið í jurtaríkinu. Til að auka enn frekar upptöku næringarinnar hafa frumuveggir klórellunnar verið rofnir við gerð duftsins.