Maca duft

Maca duft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt, raw maca duft.

Maca rótin vex á hæstu hæðum Andesfjalla í Perú og hefur verið sterkur liður í menningu íbúa þar um aldir. Innfæddir telja að maca rótin auki styrkleika, skap og kynhvöt þess sem neytir hennar. Úr þessari sætu rót er unnið handhægt duft sem gefur bæði næringu og ljúffengt bragð í ýmiss konar rétti. Maca duftið okkar er blanda af fjórum afbrigðum rótarinnar svo fjölbreytni næringarinnar verði sem mest. Duftið er mjög ríkt af vítamínum og steinefnum og inniheldur 10% prótein. Maca er frábært í þeytinga, hrákökur og búðinga.