Nýrnabaunabollur með spaghetti

Þessa nýrnabauna uppskrift var fyrst að finna í bókinni Veganomicon eftir þær Isa Chandra Mozkowitz og Terry Hope Romero, en útgáfna hér að neðan er aðeins „íslenskuð“.

Gott er að forhita ofn: 180°

Bollurnar:

2 dósir Nýrnabaunir (rauðu baunirnar)
2 msk Tamari sósa
2 msk Tómatpúrra
2 msk Ólífuolía
3 stk Hvítlauksbátar 
¼ tsk Rifinn sítrónu börkur
½ bolli Rasp (hægt að nota glúteinlaust rasp)
¼ bolli Spelt (eða Wheat Guten)
¼ tsk Oregano
¼ tsk Timían

Gott er að byrja á því að mauka baunirnar (ég geri þetta með gaffal, en passa sig að mauka þær ekki um of). – Öllu blandað saman í skal og blandað vel með hrærivél eða hnoðara.

Gera bollurnar með höndunum í ca valhnetu stærð.

Sósan:

2 tsk Ólífuolía
3 stk Hvítlauksbátar 
¼ tsk Maukaðir tómatar (í dós eða krukku, tildæmi:  Naturata Tómatar)
½ tsk Pastasósa (tildæmis:  Biona Pastasósa)
1 msk Tómat Púrra 
1 ½ tsk Oregano
½ tsk Timían

Bollunum er komið fyrir á bökunarplötu (með smjörpappír) með jöfnumillibili og látnar bakast við 180° í umþaðbil 15 til 20 mín. (muna að hita ofnin áður)

Gott er að taka bollurnar úr ofninum og setja sósuna yfir bollurnar (matskeið yfir hverja bollur) og setja aftur í ofninn í ca. 15 mín.

Bera fram með spaghetti og vegan hvítlauskbrauði !

Hugsanlega viðbót: Vegan parmesan

Upprunalega að finna hér:


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat: