Quinoa- og svartbauna chilli

Pottþétt og einföld uppskriftir af Quinoa- og svartbauna chilli sem frábært er að borða með quacamole og tortilla flögum.

1 stk Rauðlaukur
2 stk Papríkur
3 stk Hvítlauksbátar
1 tsk Salt
1 tsk Oregano
1 tsk Chilli duft
1 tsk Kúmen
1 Dós Svartar Baunir
1 krukka /Dós Tómat passata  (ca 425g)
1 ⅓ bolli Vatn
¾ Bolli Ósoðið Quinoa

Laukur mýktur á meðal heitri pönnu með smá ólífuolíu. Bætt við papriku,

hvítlauk og kryddum. Eldað í 5 mín. Baunir og quinoa skoluð.

→ Bætt við ásamt vatni og tómat passata. Mallað með loki á pönnunni í ca

30 mín eða þar til quinoað er orðið soðið og mestur vökvi gufaður upp.

Gott að bera fram með quacamole og jafnvel tortilla flögum 🙂

Uppskrift eftir Amanda Da Silva Cortes (snapchat: polepanda)