Súpa

INNIHALD

400 gr Gulrætur
200 gr Kartöflur (má skipta út fyrir sætar)
1 stk Laukur
2 – 3 stk Sellerístönglar
Blaðlaukur
300 gr Rauð paprika
35 gr Grænmetiskraft (ég nota 1x Kallø franskur lauk tening og 2x Kallø grænmetis tening, en hægt að skipta út fyrir svipað magn af öðrum vegan grænmetiskraft)
4 dl Plöntumjólk, (ég nota ýmist bláa soyamjólk frá Provamel eða kókosmjólk úr dós).
Matarolía
Ferskt kóríander (bætt út í þegar borin fram, ekki fyrr)
Pipar/Salt
20 gr Saxaður hvítlaukur (c.a. 20gr)
20 gr Saxað engifer (c.a. 20gr)

LEIÐBEININGAR

  1. Skera papriku í sneiðar og baka í ofninum þannig að þær grillist.
  2.  Steikja laukinn, engiferið og hvítlaukinn upp úr matarolíu (má sleppa olíu og nota vatn til steikingar).
  3. Skera kartöflur og gulrætur í bita og setja pottinn með lauknum og sjóða ásamt grænmetiskraftinum. Það þarf ekki að vanda sig við skurðinn, þetta verður maukað síðar, sjóðið án loks svo megnið af vatninu nái að gufa upp.
  4. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er plöntumjólkinni bætt út í ásamt grilluðu paprikunni, allt saman er blandað í blandara eða matvinnsluvél, plöntumjólkin kælir aðeins svo tækið þolir það betur. Ég set súpuna svo oftast aftur á helluna maukaða og hita aðeins meira svo plöntumjólkin njóti sín betur.

PEKANHNETUR
Ég blanda pekan hneturnar saman við gott hlynsýróp (gætið þess að það sé ekki sykurblandað) ásamt smá kanil og salti eftir smekk. Rista svo á ofnplötu á fjölnota bökunarmottu þar til sýrópið bubblar smá, gætið þess að sýrópið brennur mjög auðveldlega því er mikilvægt að fylgjast vel með. Þær soðna líka auðveldlega ef raðað er of þétt á ofnplötuna eða of mikið sýróp er notað.Læt þær standa smá, saxa svo og dreyfi yfir súpuna beint á diskinn ásamt fínt skornu fersku kóríander.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/graenmetissupa/