Súrkál frá Móður Jörð

Súrkál frá Móður Jörð 

Náttúruleg “probíotika” og mikilvæg fæða fyrir þarmaflóruna.

Við notum hefðbundnar aðferðir við framleiðslu á fersku súrkáli en í vinnsluferlinu framkallast mjólkursýrugerlar (lactobacillus) sem gefa óviðjafnanlega hollustu s.s. fyrir meltinguna.  Súrkálið inniheldur lífrænt ræktað hvítkál frá Vallanesi og sjávarsalt. Borðist eins og það kemur fyrir, gott sem meðlæti með flestum mat, út í salöt eða ofan á brauð.  Fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ,  Frú Laugu, í Jurtaapótekinu, í Gló Fákafeni, Heilsuhúsinu, Lifandi markaði, Melabúðinni og Fjarðarkaup.  Einnig í Kjöt- og fiskbúð Austurlands á Egilsstöðum.