Vegan Svartbaunaborgari (góður á grillið)

Þrátt fyrir að sumarið til tími grillsins (einnig hjá grænmetisætum!) er hægt að grilla allt árið, þó svo að það sé bara inni í eldhúsofni. Svartbauna borgara eru bæði einfaldir og bragðgóðir og henta sérstaklega vel á grillið, en auðvelt er að breyta uppskriftinni eftir því sem til er í eldhúsinu og eftir smekk manna.

Innihald:
1 bolli soðin brún gjón
1 bolli hakkaðar valhnetur
1/2 tsk olía
1/2 smátt skorinn laukur
2 bátar hvítlaukur
1 tsk sjávarsalti, pipar, kúmenduft, papríkukryddi og chilli
1 tsk hrásykur eða kókossykur
1 dós hakkaðar svartar baunir
1/2 bolli banko brauðrasp (einni hægt að nota glúteinlaust rasp)
3 til 4 msk vegan BBQ sósa
Siriachi sósa (til að gera þetta sterkt – má sleppa)

Leiðbeiningar:
Sjóðið grjónin og ristið fínt hakkaðar hneturnar í 5 til 7 mínútur – passið vel að hræra vel í hnetunum á meðan þær eru ristaðar, leggið svo til hliðar og kælið.
Steikið laukinn á pönnu með olíunni þar til hann linast og setið til hliðar.
Blandið hnetunum, kryddinu og sykrinum saman í matvinnsluvél.

Í stórri skál maukið svörtu baununum (án vökva) og skilið aðeins örfáar baunir eftir heilar. Við baunamaukiuð blandið grjónunum, hnetukrydd blöndunni, lauknum, panko brauðraspinu og BBQ sósunni saman. Ef blandan er of blaut, bætið við meira raspi og kryddið til viðbótar að vild.

Skiptið uppskriftinni í 6 bollur og mótið þær í borgara.

Grillið í 3 til 4 mínútur á hvorri hlið, létt hitið borgara brauðin á grillinu, setjið saman með sósum, fersku káli/spínati og grænmeti.

Kasjúostasósa:

1 dl kasjúhnetur
½ dl vatn
2 msk næringarger
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
1-2 msk limesafi
Salt

Láttu kasjúhneturnar liggja í bleyti í 2-3 tíma ef þú hefur tök á. Helltu svo vatninu af og maukaðu allt saman í blandara eða matvinnsluvél. Bættu við vatni ef þörf er á, þetta á að vera eins og mjög þykk sósa.

Þess má geta að ef fólk vill sleppa við að elda borgara frá grunni, þá bjóða flestar matvöruverslanir upp á vegan borgara, frá framleiðendum eins og Linda MacCartney, Halsans Kök, Anamma, Nutana ofl. – Það er miklu meira úrval í verslunum landsins en manni dettur nokkurtíman í hug 🙂


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat: