Greinasafn fyrir merki: Hráfæði

Bygggrasduft

Bygggrasduft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt og malað bygggrasduft.

Bygg var hluti af fæðu víkinganna og þykir enn í dag kjarngóð og næringarrík fæða. Úr grasi byggsins fást ógrynnin öll af vítamínum og steinefnum, m.a. kalki, magnesíum, fólínsýru og járni. Hér fæst frostþurrkað og malað bygggrasið í handhægum umbúðum svo auðvelt er að bæta þessari frábæru næringu við hvaða drykk eða morgungraut sem hugurinn girnist.

Kakónibbur

Kakónibbur

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænar, raw kakóbaunir frá Perú, brotnar í litlar nibbur.

Kakónibbur eru gerðar úr kakóbaunum sem hafa verið handtíndar í Perú, brotnar niður og látnar gerjast. Þannig dregur á náttúrulegan hátt úr römmu bragði kakóbaunanna. Þær eru svo hreinsaðar og þurrkaðar af kostgæfni svo afurðin haldi sem hæstu næringargildi enda eru kakónibbur sérlega ríkar af andoxunarefnum og eru frábærar sem viðbót í þeytinga, grauta í bakstur eða út á morgunkornið.

Hrákakó

Hrákakó

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt kakóduft frá Perú.

Hrákakóið frá Rainforest foods er lífrænt ræktað, óristað og lítið unnið svo það er uppfullt af heilnæmri og mikilvægri næringu. Hrákakó inniheldur mikið af kalki og járni ásamt fjölda annarra steinefna, vítamína, hollra fitusýra og flavoníða. Það er því næringarríkara en hefðbundið bökunarkakó og getur verið ljúffeng viðbót í grauta, drykki eða í heimagert súkkulaði og hrákökur. Rainforest Foods vinna eftir markmiðum um sanngjörn viðskipti og tryggt er að framleiðsla kakósins, sem og annarra vara Rainforest Foods, sé unnin við mannúðlegar aðstæður fyrir réttláta þóknun.

Chia fræ

Chia fræ

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífræn, raw chia fræ.

Chia fræ eru talin hafa verið ein af uppistöðum mataræðis Aztekanna en hafa á síðustu árum orðið sífellt vinsælla hráefni meðal heilsumeðvitaðra Vesturlandabúa. Fræin innihalda ríkulegt magn af omega-3 og omega-6 fitusýrum í heilnæmu hlutfalli. Auk þess eru þau uppfull af vítamínum, steinefnum og amínósýrum. Chia fræ má nota eins og þau koma fyrir eða leggja þau í vökva í um 10 mínútur þannig að þau myndir næringarríkt hlaup. Úr því má til dæmis gera grauta eða búðinga, bæta út í drykki eða taka beint inn.

Hveitigrasduft

Hveitigrasduft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt hveitigrasduft.

Hveitigrasduft er þurrkað og malað með aðferðum sem tryggja sem hæst næringargildi í hverjum poka. Hveitigras inniheldur mikla blaðgrænu, enga fitu eða kólestról og mjög fáar hitaeiningar. Það
inniheldur fjöldann allan af steinefnum og vítamínum sem mannslíkaminn þarfnast og er því
öflugur orkugjafi. Það inniheldur hágæða prótein og fjöldann allan af vítamínum, þ.á.m. hið dýrmæta K-vítamín. Margir hafa dásamað áhrif þess að neyta nýpressaðs hveitigrassafa á hverjum degi, en ef þú hefur ekki tök á því er hægðarleikur að bæta teskeið af hveitigrasdufti í vatn eða aðra drykki og innbyrða þannig þessa náttúrulegu næringarbombu.