Greinasafn fyrir merki: Kleina

Vegan Kleinur

Einn af þeim hlutum sem hinn íslenski grænkeri á það til að sakna er bakkelsi eins og við þekkjum úr æsku, eða úr hverfisbakaríinu. Kleinur eru gott dæmi um hvað er nokkuð auðvelt að búa til í vegan útgáfu. Eftir langa leit á netinu af góðum kleinu uppskriftum sameinaði ég nokkrar þær sem mér leist hvað best á og „veganizaði“ þær sem eina heild.
Fyrir flesta ætti hálf uppskrift að vera miklu meira en nóg.

Heil Hálf
1 kg 500 gr. Fínt spelt, Hveiti eða blanda af báðu
350 gr 175 gr. Sykur (hrásykur)
100 gr 50 gr. Jurtasmjör (tildæmis Ljómi)
3 stk 1 ½ stk Eggreplacer (hægt að kaupa í flestum betri verslunum)
3 tsk 1 ½ tsk Lyftiduft (vínsteinslyftidyft)
1 tsk ½ tsk Hjartasalt
5 dl 2 ½ dl Jurtamjólk (Soyja eða Hafra)
½ tsk ¼ tsk Kardimommudropar
½ tsk ¼ tsk Sítrónudropar
½ tsk ¼ tsk Vanilludropar

Eggreplacer egg er undirbúið og hrært þar til það er þykkt.

Þurrefnum er blandað saman í skál og síðan er vökvanum blanað hægt og rólega út í, vegan egginu bætt við á saman tíma og allt hnoðið saman í hrærivél.

Deigið er skipt niður í meðfærilegar einingar og fletjið síðan hvern hluta út með kökukefli þar til það verður c.a. 5 mm þykkt.

Áður en Byrjað er að skera deigið niður með skáskurði eða í tígla er gott að hafa olíuna tilbúna, en ég notast oftast við sólblóma eða repjuolíu, báðar tilbúnar í flestum heilsudeildum sem sérstök steikingarolía.

Kleinurnar eru svo skornar niður með skáskurði eða í tígla og er gert í miðjuna á hverjum bút og síðan er hvert horn dregið í gegnum gatið.

Þegar olían er orðin heit er gott að setja nokkrar kleinur í einu, eða miða við að þær komist allar upp á yfirborðið í pottinum. Svo er bara að snúa þeim um leið og þær eru orðnar gullinbrúnar og kippa þeim upp úr um leið og þær eru orðnar svipaðar á litinn báðum megin.


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat: