Greinasafn fyrir merki: Rainforest Foods

Acai berjaduft

Acai berjaduft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífræn, frostþurrkuð og möluð acai ber.

Acai eru fjólublá ber frá regnskógum Amazonsvæðisins og eru þau þekkt fyrir að vera ein andoxunar- og næringarríkasta afurð náttúrunar. Berin innihalda mikið magn af omega fitusýrum og amínósýrum auk þess að vera afar bragðgóð en bragði þeirra er oft líkt við ber með súkkulaðikeimi. Þau hafa rutt sér til rúms síðustu ár sem ein vinsælasta heilsufæða Vesturlanda og um þessar mundir er afar vinsælt að nota þau í drykki og grauta. Acai duftið frá Rainforest Foods er frostþurrkað með það að markmiði að viðhalda sem hæstu næringargildi og bragðgæðum svo kraftur náttúrunnar skili sér alla leið.

Klórelluduft

Klórelluduft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt klórelluduft.

Klórella er blágrænn einfrumuþörungur sem þekktur er fyrir næringarþéttni sína. Í þessum þörungi má finna mikið af þeirri næringu sem mannslíkaminn þarfnast auk þess sem klórellan inniheldur allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar. Duftið inniheldur 59 grömm af próteini í hverjum 100 grömmum ásamt því að færa líkamanum joð, D-vítamín og B12-vítamín sem annars er vandfundið í jurtaríkinu. Til að auka enn frekar upptöku næringarinnar hafa frumuveggir klórellunnar verið rofnir við gerð duftsins.

Bygggrasduft

Bygggrasduft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt og malað bygggrasduft.

Bygg var hluti af fæðu víkinganna og þykir enn í dag kjarngóð og næringarrík fæða. Úr grasi byggsins fást ógrynnin öll af vítamínum og steinefnum, m.a. kalki, magnesíum, fólínsýru og járni. Hér fæst frostþurrkað og malað bygggrasið í handhægum umbúðum svo auðvelt er að bæta þessari frábæru næringu við hvaða drykk eða morgungraut sem hugurinn girnist.

Kakónibbur

Kakónibbur

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænar, raw kakóbaunir frá Perú, brotnar í litlar nibbur.

Kakónibbur eru gerðar úr kakóbaunum sem hafa verið handtíndar í Perú, brotnar niður og látnar gerjast. Þannig dregur á náttúrulegan hátt úr römmu bragði kakóbaunanna. Þær eru svo hreinsaðar og þurrkaðar af kostgæfni svo afurðin haldi sem hæstu næringargildi enda eru kakónibbur sérlega ríkar af andoxunarefnum og eru frábærar sem viðbót í þeytinga, grauta í bakstur eða út á morgunkornið.

Hrákakó

Hrákakó

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt kakóduft frá Perú.

Hrákakóið frá Rainforest foods er lífrænt ræktað, óristað og lítið unnið svo það er uppfullt af heilnæmri og mikilvægri næringu. Hrákakó inniheldur mikið af kalki og járni ásamt fjölda annarra steinefna, vítamína, hollra fitusýra og flavoníða. Það er því næringarríkara en hefðbundið bökunarkakó og getur verið ljúffeng viðbót í grauta, drykki eða í heimagert súkkulaði og hrákökur. Rainforest Foods vinna eftir markmiðum um sanngjörn viðskipti og tryggt er að framleiðsla kakósins, sem og annarra vara Rainforest Foods, sé unnin við mannúðlegar aðstæður fyrir réttláta þóknun.

Chia fræ

Chia fræ

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífræn, raw chia fræ.

Chia fræ eru talin hafa verið ein af uppistöðum mataræðis Aztekanna en hafa á síðustu árum orðið sífellt vinsælla hráefni meðal heilsumeðvitaðra Vesturlandabúa. Fræin innihalda ríkulegt magn af omega-3 og omega-6 fitusýrum í heilnæmu hlutfalli. Auk þess eru þau uppfull af vítamínum, steinefnum og amínósýrum. Chia fræ má nota eins og þau koma fyrir eða leggja þau í vökva í um 10 mínútur þannig að þau myndir næringarríkt hlaup. Úr því má til dæmis gera grauta eða búðinga, bæta út í drykki eða taka beint inn.

Maca duft

Maca duft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt, raw maca duft.

Maca rótin vex á hæstu hæðum Andesfjalla í Perú og hefur verið sterkur liður í menningu íbúa þar um aldir. Innfæddir telja að maca rótin auki styrkleika, skap og kynhvöt þess sem neytir hennar. Úr þessari sætu rót er unnið handhægt duft sem gefur bæði næringu og ljúffengt bragð í ýmiss konar rétti. Maca duftið okkar er blanda af fjórum afbrigðum rótarinnar svo fjölbreytni næringarinnar verði sem mest. Duftið er mjög ríkt af vítamínum og steinefnum og inniheldur 10% prótein. Maca er frábært í þeytinga, hrákökur og búðinga.

Spirulínuduft

Spirulínuduft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt spirulínuduft.

Spirulína er næringarríkur þörungur sem hefur verið vel þekktur á Vesturlöndum sem heilsubætandi hráefni um áratuga skeið en hefur verið hluti af asískri matargerð um aldir. Próteininnihald spirulínu er á bilinu 60-70% og hún inniheldur jafnframt ótal ensím, plöntunæringarefni, andoxunarefni, vítamín og steinefni, auk omega-3 og omega-6 fitusýranna. Gott er að nota spirulínu til skiptis á við klórellu eða nota báðar tegundir saman.

Hveitigrasduft

Hveitigrasduft

Fæst í verslunum Nettó og stærri verslunum Samkaupa úrvals.

Innihald: Lífrænt hveitigrasduft.

Hveitigrasduft er þurrkað og malað með aðferðum sem tryggja sem hæst næringargildi í hverjum poka. Hveitigras inniheldur mikla blaðgrænu, enga fitu eða kólestról og mjög fáar hitaeiningar. Það
inniheldur fjöldann allan af steinefnum og vítamínum sem mannslíkaminn þarfnast og er því
öflugur orkugjafi. Það inniheldur hágæða prótein og fjöldann allan af vítamínum, þ.á.m. hið dýrmæta K-vítamín. Margir hafa dásamað áhrif þess að neyta nýpressaðs hveitigrassafa á hverjum degi, en ef þú hefur ekki tök á því er hægðarleikur að bæta teskeið af hveitigrasdufti í vatn eða aðra drykki og innbyrða þannig þessa náttúrulegu næringarbombu.