Greinasafn fyrir merki: Tofu

Hnetusmjörs- og chilli núðlur með tófú

Núðlur fyrir 4

1 pakki Tófú
1 pakki Hrísgrjónanúðlur (það má einnig nota bókhveitinúðlur eða aðrar vegan núðlur)
1 Bolli Kasjúhnetur
½ Pakki Sveppir
2 – 3 stk Hvitlauksrif
1 stk Chilli smátt skorið (smátt)
1 stk Brokkolí haus (lítill)
1 stk Gul Papríka
½ stk Rauðlaukur (Sultaður rauðlaukur virkar líka)
3 – 4 stk Gulrætur
svo má einnig bæta við káli, rauðkáli eða gúrkum eftir smekk og því sem er til í ísskápnum

Pressa tófúið í minnst 30 mín helst lengur, ég á ekki tófúpressu og vef því inn í viskastykki og set þunga bók og mortél ofan á, það virkar vel

Þegar ég er búin að pressa tófúið sker ég það í munnbitastærð og marínera það í sriracha sósu, soya og chillikryddi

Marínering:

2 – 3 msk Sriracha sósa
2-3 msk Soyasósa (eða tamari sósa)
dass Chilliflögur

Á meðan þetta liggur í leginum sker ég grænmetið og steiki það í olíu á pönnu, fyrst hvítlauk og chilli, rauðlauk, svo sveppi, gulrætur, brokkolí og rest, þegar það hefur náð hæfilegum hita tek ég það af og steiki tófúið á vægum hita í olíu á meðan ég blanda sósunni í krukku og sýð núðlurnar.

Hnetusmjörs- chillisósa

 

1 ½ dl Hnetusmjör (ca. hálf krukka)
3 – 4 msk Sriracha sósa
2 – 4 msk Soyasósa (eða tamari sósa)
 ½ stk  Sítróna (Kreist – eða Lime)
 Vatn – til að þynna

 

Ég vil mikla sósu og helli þessu öllu í krukku og hristi vel saman, hnetusmjör á það til að vera frekar kekkjótt svo það er gott ráð að setja volgt vatn til að þynna sósuna og minnka kekkina, það má einnig nota blender til að gera sósuna og það má bæta við hráefnum eftir smekk.

þegar tófúið er tilbúið bæti ég kasjúhnetum við á pönnuna í smá stund og svo blanda ég öllu steiktu grænmetinu saman við og hita upp.

Svo ber ég þetta fram með núðlum og leyfi fólki að hella sósunni yfir eftir smekk, ég vil hafa þetta allt löðrandi í sósu og bæti oft sriracha á aðrir vilja meira chilli og soya.

Bon apetit!

Þessi uppskrift er frá Völu Árna en ínspíreruð af uppáhalds rétti hennar á Kaffi Vínyl sem heitir Tama Thai núðlur.

TOFU fyrir tvo

Einfaldur tofuréttur fyrir tvo, sem tilvalið er að borða með grjónum .

1 stk TOFU (pressað) – (nánar um tofu)
2 msk Agave Sýróp (ljóst)
4 msk Soyja sósa
1 msk Sriracha sósa (eða meira eftir smekk)
4 msk Hnetusmjör 
1 msk Hvítvíns edik
1 – 2 msk Olía (t.d. Repjuolía)
1 bolli Vatn
50 gr. Salthnetur (saxaðar fínt)

Skera tofukubbinn niður í litla teninga og steikja á pönnu þar til allir kubbarnir eru fallegar gylltir/ljósbrúnir. Á meðan tofuið steikist er tilvalið að blanda sósuna.

Blanda saman öllum hráefnum að ofan nema salthnetunum. Þegar tofuið er tilbúið er sósunni hellt yfir og hitinn lækkaður og látið malla á lágum hita í um 15-20 mínútur eða þar til sósan er orðin mátulega þykk.

Borið fram með hrísgrjónum (Basmati t.d.), salati og salhnetukurlinu stráð yfir.

Uppskrift í boði: Ívar Arash Radmanesh