Greinasafn fyrir merki: tzay

Hrísgrjónaréttur með Tzay soyakjöti

Hrísgrjón með grænmeti, Tzay og ristuðum graskersfræjum

Ég nota alltaf hrísgrjón venjuleg og blanda við þau villtum. Það virkar alltaf mjög vel. En auðvitað er hægt að nota hirsi, kúskús eða annars konar grjón. Og svo er hægt að nota möndlur eða heilar kasjúhnetur í stað Tzay, eða með því.

Fyrir 2

½ poki Tzay (smelltu hér til að fá nánari upplýsingar)
80 – 100 gr Hrísgrjón
1 stk Laukur (miðlungs stærð – Skorinn)
80 gr Kúrbítur 
80 gr Sveppir 
1 st Gulrót
100 gr. Spergilkál
100 gr. Blómkál
2 msk Graskersfræ (valkostur)
½ tsk Timían
100 gr. Tamari sósa
100 gr. Steikingarolía (tildæmis Repjuolía eða Sólblómaolía)

Aðferð:

Ristið graskersfræ í pönnu og setið smá tamarí með.

Afþýða Tzay.

Sjóðið hrísgrjón í 30 mínútur, notið tvísvar sinnum meira vatn en grjón.

Sjóðið blómkál í 7 mínútur, en bætið spergilkáli við eftir 2 mínútur. Hellið vatninu frá.

Hitið olíu á pönnu með smá salti og timian. Steikið lauk og gulrót. Eftir nokkrar mínútar, bætið kúrbít við og Tzay, og síðast sveppi. Steikið uns grænmetið er mjúkt.

Þessu blandar maður öllu saman og stráir td. graskersfræjum yfir, og tamarí sósu eftir smekk.

Uppskrift:
Lowana Veal