TOFU fyrir tvo

Einfaldur tofuréttur fyrir tvo, sem tilvalið er að borða með grjónum .

1 stk TOFU (pressað) – (nánar um tofu)
2 msk Agave Sýróp (ljóst)
4 msk Soyja sósa
1 msk Sriracha sósa (eða meira eftir smekk)
4 msk Hnetusmjör 
1 msk Hvítvíns edik
1 – 2 msk Olía (t.d. Repjuolía)
1 bolli Vatn
50 gr. Salthnetur (saxaðar fínt)

Skera tofukubbinn niður í litla teninga og steikja á pönnu þar til allir kubbarnir eru fallegar gylltir/ljósbrúnir. Á meðan tofuið steikist er tilvalið að blanda sósuna.

Blanda saman öllum hráefnum að ofan nema salthnetunum. Þegar tofuið er tilbúið er sósunni hellt yfir og hitinn lækkaður og látið malla á lágum hita í um 15-20 mínútur eða þar til sósan er orðin mátulega þykk.

Borið fram með hrísgrjónum (Basmati t.d.), salati og salhnetukurlinu stráð yfir.

Uppskrift í boði: Ívar Arash Radmanesh