Tzay Soyjakjöt í Rauðvínssósu

INNIHALD MARÍNERING:

2 tsk Timjan
1/2 tsk Rosemarín
1 msk Hvítlauksduft
2 msk Soyasósa
2 msk Matarolía

INNIHALD:

500-560 gr Tzay Soyakjöt (bláu pokarnir)
180 ml Rauðvín
70 gr Tómatpúrra
350 gr Gulrætur
50 gr Sellerí stilkar
20 gr Grænmetis kraftur (ég nota 2x Kallø grænmetis tening en hægt að skipta út fyrir svipað magn af öðrum grænmetiskraft)
500 ml Oatly matreiðslurjómi, (Kemur líka vel út einfaldlega með vatni í stað rjómanns)
3-4 set (15 gr) Hvítlauks geirar
6 msk Næringarger
2 msk Maizenamjöl
350 gr Gulrætur
50 gr Sellerí stilkar
200 gr Skarlot laukur (rauðlaukur fínn, ef ekki finnst)

Kartöflur sem meðlæti

LEIÐBEININGAR:

  • Saxa soyakjötið frekar smátt og setja í skál, hrærið hvítlauksduftinu, timjan og rósemarín saman við soyakjötið.
  • Pískið saman matarolíuna og soyasósuna, hellið yfir soyakjötið, hrærið vel saman og látið marínerast 30 mín c.a. tilvalið að undirbúa áfram á meðan.
  • Skerið gulrætur og sellerí frekar smátt og steikið á pönnu, hægt er að sleppa olíu hér og nota vatn þar sem það er olía í soyakjöti almennt og í maríneringunni, en einnig hægt að steikja grænmetið upp úr olíu, fer eftir smekk.
  • Skerið púrlauk fínt og bætið á pönnuna þegar gulræturnar eru farnar að mýkjast, pressið hvítlaukinn einnig út á, steikið þar til laukur verður örlítið glær.
  • Bætið soyakjöti út á og steikið í 1-2 mín, bætið svo rauðvíni og látið það sjóða niður.
  • Takið frá c.a. 1 dl af hafrarjómanum og setjið rest út á pönnuna ásamt næringargeri, tómatpúrru og grænmetiskraft.
  • Þegar rétturinn er farinn að malla bætið maísmjöli við dl af hafrarjómanum, hristið saman og bætið varlega út í réttinn meðan hann mallar til að þykkja.

Mér finnst gott að bera fram með kartöflumús, eða einfaldlega pakka inn í phyllo deig, ofbaka og bjóða upp á brúnaðarkarftöflur með ásamt sveppasósu.


Uppskrift upphaflega fengin héðan:
http://veganlifid.is/uppskriftir/soyakjot-i-raudvini/