Vegan Lasagna

Innihald – Lasagna

3 dl Grænar Puy linsur
1.5 L Vatn
1 stk Sellerí stöngull (c.a. 50g)
3 – 4 stk Gullrætur (c.a. 200g)
2 stk Rauðar paprikur
1 stk Laukur (c.a. 150g)
35 gr Grænmetis kraftur (ég nota 1x Kallø lauk tening og 2x Kallø tómat tening)
70 gr Tómatpúrra
1 dós Heilir tómatar eða saxaðir
15 gr Saxaður hvítlaukur
Salt, basill & Oregano
Lasagna plötur, gætið þess að velja án eggja.
Rifinn vegan ostur. (ég nota Follow Your Heart, cheddar & pepper jack)

Innihald – Cashew sósa

150 gr Cashew hnetur (f þú átt ekki öflugann blandara þá er gott að leggja þær í bleyti yfir nótt)
1/2 tsk Dijon sinnep
200 ml Eplasafi (hreinn)
2 tsk Saxaður hvítlaukur
1 msk Næringarger
2 tsk Paprikuduft
1 tsk Tahini
Pipar & salt eftir smekk

Hitið ofninn í 175°C á blæstri.

Leiðbeiningar – Cashew sósan

  1. Allt innihaldið skellt í blandarann, sigtið vatnið frá ef að þær voru í bleyti yfir nótt. Með öfluga blandarar eins og BlendTec eða VitaMix (1200W eða meira) þarf ekki að leggja hneturnar í bleyti yfir nótt. Ef sósan fær að standa í ísskáp þá verður hún þykkri og meira creamy svo í raun er ekkert verra að gera þennan hluta daginn áður, en ekki nauðsynlegt.

Leiðbeiningar – Lagsagna

  1. Vatnið, linsurnar og grænmetiskraftur sett í pott og soðið.
  2. Grænmetið og hvítlaukur saxað og sett á pönnu, þarf ekki að vera vel gert. Salt, basil og oregano bætt út á eftir smekk. Ég steiki oftast upp úr vatni en hægt að nota grænmetis olíu kjósi fólk það.
  3.  Þegar linsurnar eru soðnar sigta ég megnið af grænmetissoðinu yfir grænmetið á pönnunni.
  4. Grænmetið í soðinu sett í blandara ásamt dós af tómötum og tómatpúrrunni. Hægt að bæta við paprikudufti ef appelsínuguli liturinn truflar.
  5. Sósann hrærð saman við linsubaunirnar og sett í eldfast mót, lasagnablöð lögð á milli. Efsta lagið eru svo linsubaunir og cashew sósan yfir þær, smá vegan ostur yfir cashew sósuna.
  6. Bakað inní ofni þar til lasagnablöðin eru orðin bökuð, c.a. 30-40 mínútur við 175°C.

Mér finnst gott að bera fram með fersku salati og kartöflum, en í raun hvað sem er gengur.


Uppskrift fengin frá:
http://veganlifid.is/

Þegar þessi færsla er gerð var viðkomandi uppskrift ekki komin í birtingu þar.