Hollur og bragðgóður linsubaunaréttir með indversku ívafi.

1 Bolli Rauðar Linsur
2 1/3 Bolli Grænmetissoð (tildæmis frá Himnesk Hollusta)
1 stk Laukur (meðal stór)
3 – 4 stk Hvítlauksbátar
3 tsk Ferskur Engifer ca 1,5 cm biti skorinn
1 ½ tsk Kóríander fræ (Möluð)
1 tsk Tumeric
1 tsk Papríkuduft
¼ tsk Cayenne Pipar
1 ¼ Bolli Tómatar (Ferskir / Skornir)
3 msk Tómapúrra
2 stk Kartöflur (stórar)

Engifer og hvítlaukur maukað saman og laukur skorinn smátt. Steikt í potti með um ¼ bolla af vatni. Bætið við vatni ef þess er þörf. Kryddum bætt við og steikt í um 2 mínútur. Vatni bætt við ef þörf er á til þess að kryddin og laukurinn festist ekki við pottinn.

Linsubaunum, grenmetissoði tómatpúrru og tómötum bætt út í ásamt niðurskornum kartöflum- Fínt er að skera kartöflur í smá teninga Leyfið suðunni að koma upp og lækkið svo hitann og látið malla þar til baunirnar og kartöflurnar eru tilbúnar. (Tekur ca. 15 mínútur) Þó er nauðsynlegt að hræra í inn á milli.

Mjög gott með ferskum kóríander, jasmín grjónum og pönnubrauði.


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat: