Vegan Linsunbauna Bolognese

Holl og bragðgóð útgáfa af Bolognese (með Linsubaunum)

1 Bolli Rauðar Linsur
2 1/3 Bolli Grænmetissoð (tildæmis frá Himnesk Hollusta)
1 stk Laukur (meðal stór)
3 – 4 stk Hvítlauksbátar
3 tsk Ferskur Engifer ca 1,5 cm biti skorinn
1 ½ tsk Kóríander fræ (Möluð)
1 tsk Turmeric
1 tsk Papríkuduft
½ tsk Hvítur pipar
1 stk Sæt Kartafla (Lítil eða 3 gulrætur)
100 gr Brúnar linsur 
1 dós Tómatar (eða 1 glerkrukka (ca. 500 g) maukaðir tómatar)
1 dós Kókosmjólk
2 msk Tómatmauk (Púrra)
1 stk Grænmetisteningur (án MSG og gerlaus)

Meðlæti: Speltspaghetti og salat.

Laukur, hvítlaukur, lárberjalauf, oregano, basilika, sjávarsalt og hvítur pipar steikt í olíunni við lágan hita í 5-10 mínútur. Á meðan er sæta kartaflan þvegin, afhýdd og skorin í bita. Henni skellt á pönnuna (eða í pottinn) og látin malla í um 1 mínútu.

Linsurnar vigtaðar, skolaðar í sigti og settar út í. Þá er tómötum, kókosmjólk, tómatmauki og teningi skellt út í. Allt látið sjóða í um 30 mínútur. Þegar 10 mínútur eru þar til sósan er tilbúin er spaghettí soðið eftir leiðbeiningum í vatni með smá olíu.


Uppskrift í boði Sigvalda Á.
Instagram: dordingull
Facebook: dordingull
Twitter: dordingull
Snapchat: